Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 142
MANNFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
Stjórn Mannfræðistofnunar Háskóla ís-
lands var öll endurkjörin 1977 og verka-
skipting er hin sama og áður.
Markmið
Mannfræðistofnun Háskóla íslands
(skammst. MHÍ) stefnir að því að
framkvæma mannfræðirannsóknir í öllum
sveitum og bæjum á íslandi á þeim lands-
mönnum er til næst og eru eldri en 6 ára.
Hér er um samanburðarrannsóknir að
ræða, sem einkum fela í sér mælingar og
athuganir á ýmsum líkamseinkennum fs-
lendinga, svo og könnun á erfðum og lík-
amsþróun með hliðsjón af heilsufari og
menningarlegu og landfræðilegu umhverfi.
MHÍ byggir þannig á þeirri skilgreiningu
mannfræði og hefð, sent ríkt hefur á
meginlandi Evrópu og hjá Evrópska
mannfræðifélaginu. (Par eru t. d. þjóðfé-
lagsvísindi, þjóðfræði eða þjóðlífsfræði
ekki talin mannfræði eins og oft hjá ensku-
mælandi þjóðum.)
í reglum og stefnuskrá Alþjóðasambands
mannfræði- og þjóðfræðivísinda (lnterna-
tionul Union of Anthropological and Eth-
nologicalSciences = IUAES), er líka gerður
ákveðinn greinarmunur á þessum vísinda-
greinum. Hugtakið anthropoiogy (mann-
fræði) er notað yfir það, sem á ensku er
nefnt: ,physical anthropology, biological
anthropology, human biology, palaeo-
anthropology, comparutive human ana-
tomy, primatology“ og skyid vísindi — en
ekki yfir: „ethnology, cultural anthropo-
logy, social anthropology, ethnography,
folk studies,“ sem sameiginlega er nefnt
ethnology í stefnuskrá IUAES.
í samræmi við stefnu IUAES hefur MHÍ
hinsvegar verið fylgjandi sambandi og vissri
samvinnu nefndra vísindagreina.
Helstu viðfangsefni MHÍ
1) Vaxtarrannsóknir (aldursbreytingar
ýmissa líkamseinkenna og kynþroski).
2) Kynmunur ýmissa líkamseinkenna
(t. d. hæðar, þyngdar, augna- og hára-
litar).
3) Kynslóðabreytingar (secular changes),
t. d. hæðaraukning og höfðulags-
breytingar, sem átt hafa sér stað
síðustu áratugi hjá íslendingunt.
4) Áhrif innæxlunar og útæxlunar (endo-
gamy/exogamy—vandamál).
5) Líkamlegur ntunur starfshópa og
þjóðfélagshópa.
6) Líkamlegur munur sveitamanna og
bæjarbúa af sama uppruna urbanise-
ring eða ,,borgaraðlögun.“
7) Líkamlegur munur fólks eftir land-
svæðum.
8) Fylgni ákveðinna líkamseinkenna eða
mælinga innbyrðis og tíðni.
9) Fingraför og lófalínur.
10) Hára- og augnalitur.
11) Uppruni íslendinga og skyldleiki við
nágrannaþjóðir í Evrópu.
12) Samanburðarrannsóknir á líkamsein-
kennum íslendinga austan hafs og
vestan, auk heilsufarskönnunar í sam-
vinnu við ýmsa innlenda og erlenda
aðila. Könnun þróunar sama kynstofns
í ólíku umhverfi.
Gagnasöfnun
1) Skráning ýmissa lýðfræðilegra, ætt-
fræðilegra, þjóðfélagslegra, heilsu-
fræðilegra og sálfræðilegra atriða.
2) Líkamsmæiingar ýmsar, t. d. hæð-
armælingar, bol- og útlimamælingar,
höfuð- og andlitsmælingar, þyngdar-
og húðfitumælingar.