Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 143
Mannfræðistofnun Háskóla íslands
141
3) Athuganir og flokkun á ýmsum ytri
líkamseinkennum, t. d. á andlits-, nef-,
ennis-, hnakka-, höfuð-, höku-, og
eyrnasköpulagi; hára- og augnalit,
fingraförum og lófalínum. Auk þess
könnun á litarskyni, bragðnæmi,
örvhendi o. fl.
4) Blóðflokkagreining.
5) Söfnun hársýna.
6) Ljósmyndun.
Efniviður
^ofnunin varðveitir og nýtir ýmsar upp-
lýsingar varðandi lýðfræðileg, ættfræðileg
°8 þjóðfélagsleg atriði, líkamseinkenni,
mælingar, blóðflokkagreiningu og aðrar at-
huganir á mörgum þúsundum íslendinga og
manna í nágrannalöndum íslands og
Norður-Ameríku, auk annars mannfræði-
legs efniviðar af ýmsu tagi, svo sem:
mikið magn hársýna af íslendingum,
írum, Dönum, Norðmönnum og Vest-
ur-íslendingum
fingraför og lófalínuafrit íslendinga, íra
°g Dana,
ljósmyndir af íslendingum og Vestur-
Islendingum.
(Þessum efni við hefur J ens Pálsson safnað á
undanförnum árum.)
Rannsóknarstarfsemi
Haustið 1976 athugaði forstöðumaður
MHÍhára-ogaugnalit 1 þús. skólabarna
°g unglinga í Sogndal og nokkuð í Berg-
en í Vestur-Noregi til samanburðar við
Islendinga, Dani og íra. Hann skýrði frá
þessum athugunum og tilgangi þeirra í
útvarpi í Sogni og norska ríkisútvarpinu.
3) Sumarið 1977 rannsakaði forstöðum.
fúIHÍ fullorðna Vestur-íslendinga
(úrtök) í flestöllum landnámsbyggðum
íslendinga í Kanada og að nokkru í
Bandaríkjum Norður-Ameríku, aðal-
lega eldra fólk í Riverton, Arborg,
Gimlij Lundar, Mikley, Swan River,
Wynyard, Markerville, Vancouver,
Blaine, Seattle, Point Roberts, Moun-
tain.
3) Haustið 1978 rannsakaði forstöðum.
MHÍ rúmlega 200 börn og unglinga af
alíslenskum ættum í skólum í Riverton,
Arborg, Gimli og Lundar í Manitoba,
Kanada.
4) Haustið 1979 voru á Egilsstöðum gerð-
ar víðtækar rannsóknir á sviði mann-
fræði, læknis- og lifeðlisfræði og mann-
eldisfræði að frumkvæði MHÍ á rúmlega
200 börnum og unglingum af austfirsk-
um ættum.
Auk hinna eiginlegu mannfræðirann-
sókna MHÍ stóðu þessir aðilar að
rannsóknum: Rannsóknarstofa H. í. í
lífeðlisfræði undir forystu Jóhanns Ax-
elssonar prófessors; læknarnir Þor-
steinn Sigurðsson, Egilsstöðum, og
Anthony Way prófessor frá Texas Tech
University Health Sciences Centers, U.
S. A.; dr. Laufey Steingrímsdóttir frá
Manneldisráði; Hjartavernd (Nikulás
Sigfússon) og Heilsuverndarstöðin á
Egilsstöðum (Guðmundur Magnús-
son).
Starfsmenn
Forstöðumaður MHÍ er enn eini fastráðni
starfsmaður stofnunarinnar en auk hans
hafa nokkrir lausráðnir unnið fyrir hana, þ.
á m. aðstoðarstúlkur og ættfræðingar.
Fjármál
MHÍ er ætlað nokkurt fé til reksturs og
rannsókna á fjárlögum hvert ár. Hefur það