Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 145
erfðafræðinefnd háskóla íslands
Áriö 1965 var stofnuð erfðafræðinefnd,
Sem með reglugerð frá 1966 var falið að
Veita forstöðu og skipuleggja erfðafræði-
'egar rannsóknir við Háskóla íslands eftir
Því sem fé fengist til.
Núverandi formaður, Ólafur Bjarnason,
Var kjörinn 1979, en fráfarandi formaður
Var Tómas Helgason. Aðrir nefndarmenn
eru: Magnús Magnússon, Ólafur Jensson
°g Sturla Friðriksson, sem er fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar.
Starfslið
^tarfsmenn nefndarinnar eru: ritari, 5 ætt-
arskrárritarar, einn við götun og einn við
tölvuvinnslu.
Fiármál
^cfndin hefur sjálfstætt fjárhald og hefur
síarfsemi hennar fram að þessu verið styrkt
af Líffræðideild Orkustofnunar Bandaríkj-
anna.
^úsnæði
^krifstofur nefndarinnar eru að Ingólfs-
stræti 5. Nefndin hefur náið samstarf við
eftirtaldar stofnanir: Blóðbankann,
^annsóknastofu háskólans í meinafræði,
sérstaklega litninga- og legvatnsrann-
sóknadeild, Kleppsspítalann, Krabba-
^einsskrá Krabbameinsfélags íslands og
eiknistofnun háskólans.
Ættarskráning fer fram á Þjóðskjala-
safninu og tölvuvinna hjá Reiknistofnun
báskólans.
^tarfsemi
^tarfsemi nefndarinnar hefur verið fólgin í
PS'1 að safna ýmsum erfðafræðilegum
uPplýsingum um íslendinga og nota þær til
rannsókna á arfgengi. Hefur nefndin fengið
gögn til afnota hjá Hagstofu íslands, Pjóð-
skjalasafni. Blóðbankanum og fleiri stofn-
unum. Hafa verið skráðar almennar upp-
lýsingar úr lýðskrá og þær færðar á vélkort.
Mikil vinna er fólgin í því að raða lýð-
skrárgögnum upp í ættarskrár og gera not-
hæfar til úrvinnslu í tölvu. Starfar tölfræð-
ingur við að gera þau gögn aðgengileg til
erfðafræðirannsókna.
Unnið hefur verið að því að tengja við
lýðskrána ýmsar aðrar upplýsingar um
einkenni einstaklinga, svo sem blóðflokka,
mannfræðileg einkenni og sjúkdóma, til
þess að athuga arfgengi þeirra.
Litþráðarannsóknir eru gerðar í Rann-
sóknastofu háskólans til þess að leita að
afbrigðilegri litþráðabyggingu einstaklinga,
sent hafa reynst sjúklegir. Á árinu 1978 var
hafist handa um legvatnsrannsóknir í byrj-
un meðgöngutíma kvenna, sem valdar eru
eftir ákveðnum reglum, til greiningar á
erfðagöllum.
Rannsakað er prótein í blóði með raf-
greiningu við Erfðafræðideild Blóðbank-
ans. Hér er um að ræða könnun á erfða-
mörkum, og er leitast við að finna frá hvaða
litþráðum þeim er stjórnað og hvaða sam-
bönd þau hafa við sjúkdóma og ýmsa
eiginleika, svo sem ofnæmi.
Niðurstöður blóðflokkarannsókna sem
gerðar hafa verið eru færðar á vélkort og
þær notaðar til að kanna hugsanlegt sam-
band sjúkdóma og ákveðinna blóðflokka.
Dreifing áður ókannaðra blóðflokka í
landinu hefur verið skráð og reynt að skýra
uppruna íslendinga með samanburði á
blóðflokkatíðni þeirra og nágrannaland-
anna. Hefur sú vinna verið gerð í samvinnu
viö dr. A. E. Mourant við British Museum í
London.
Rannsókn á arfgengi ýmissa eiginleika á