Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 204
202
Árbók Háskóla islands
Próf. Jóni Sigtryggssyni var veitt lausn frá
prófessorsembætti í tannlæknadeild 1.
janúar 1979 fyrir aldurs sakir. Hann var
fyrsti kennari í tannlækningum við Há-
skóla Islands; var skipaður dósent 1. jan-
úar 1945, skipaður prófessor 1. janúar
1951.
Próf., dr. Kjartani R. Guðmundssyni, sett-
um prófessor í taugasjúkdómafræði
í læknadeild, var veitt lausn frá prófess-
orsembætti 1. janúar 1977 fyrir aldurs
sakir. Hann var settur prófessor 1. sept-
ember 1974.
Próf., dr. Lúðvík Ingvarssyni var veitt lausn
frá prófessorsembætti í lagadeild frá 1.
október 1979 að telja, samkvæmt eigin
ósk. Hann var skipaður prófessor 15.
janúar 1973.
Próf. Ólafi Hanssyni var veitt lausn frá
prófessorsembætti í sagnfræði í
heimspekideild 1. júlí 1979 fyrir aldurs
sakir. Hann kenndi sögu til B.A.-prófs frá
árinu 1952 og var skipaður prófessor 1.
júlí 1967.
Próf., dr. Ólafi Jóhannessyni varveitt lausn
frá prófessorsembætti í lögfræði 1. nóv-
ember 1978 að eigin ósk. Hann var settur
prófessor 10. febrúar 1947, skipaður 1.
september 1948.
Próf., dr. Traustu Einarssyni varveitt lausn
frá prófessorsembætti í verkfræði- og
raunvísindadeild 1. janúar 1978 fyrir
aldurs sakir. Haustið 1944 var hann
ráðinn stundakennari við verkfræði-
kennslu á vegum Háskóla íslands og
skipaður prófessor 1. júlí 1945 í aflfræði
og alm. eðlisfræði, við stofnun verk-
fræðideildar, eins og deildin hét þá.
Dr. Eysteini Tryggvasyni dósent var að
eigin ósk veitt lausn frá dósentsstöðu í
jarðeðlisfræði í verkfræði- og raunvís-
indadeild 1. september 1977. Hann var
skipaður 1. ágúst 1974.
Dr. phil. Jakob Benediktssyni, forstöðu-
manni Orðabókar háskólans, var veitt
lausn frá því starfi 1. janúar 1978 fyrir
aldurs sakir. Hann hafði veitt orðabók-
arstarfinu forstöðu allt frá árinu 1948.
Lic. és lettres Magnúsi G. Jónssyni dósent
var veitt lausn frá dósentsstöðu í frönsku i
heimspekideild fyrir aldurs sakir 1. júh
1979. Hann kenndi frönsku við há-
skólann frá hausti 1939 og var skipaður
dósent 1. janúar 1963 (áður lektor).
M. Jacques Raymond, C.A.P.E.S., bi-
admissable á l’agrégation, sendikennan i
frönsku, lét af því starfi haustið 1979.
Porgeir Porgeirssyni lækni var veitt lausn
frá hlutastöðu dósents í líffærameina-
fræði í læknadeild 15.september 1976að
eigin ósk.
Látnir háskólakennarar
Jóhunn Hannesson, prófessor í trúfræði
og trúarbragðafræðum í guðfræðideild-
andaðist 21. september 1976.
Hann var fæddur 17. nóvember 1910 '
Nesjum í Grafningi. Fór til Noregs tvítugur-
lagði stund á kristniboðsfræði, lauk þar
stúdentsprófi 1934 og cand. phil. prð*1
1935. Embættisprófi íguðfræði frá Háskóla
íslands lauk hann 1936 ognam læknisfræði
í læknadeild H. í. til undirbúnings kristni-
boðsstarfi 1936—37. Hann stundaði fratn*
haldsnám í guðfræði í Basel og London
1937 og 1938 og kínverskunám, m. a. 1
Hong Kong, 1938—40. Hann var kristni-
boði í Kína 1939-44, prófessor við
Lútherska prestaskólann í Chungkmí
1944—46 og 1951—52 og forstöðumaður