Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 209
kaflar úr gerðabókum háskólaráðs
HÁSKÓLAÁRIN 1976—79
þau sýnishorn úr gerðabókum háskólaráðs
sem hér fara á eftir eru á engan hátt tæm-
andi greinargerð um gerðir þess.
Stjórn háskólans
^eglugerð
^agt fram bréf mrn.1, dags. 21. okt. 1976,
ysrðandi útgáfu á reglugerð fyrir Háskóla
Islands. Óskað er eftir tillögum háskólans
um reglugerðarbreytingar vegna laga nr.
48/1976. Jafnframt er ítrekuð nauðsyn
Þess, að hafin verði endurskoðun á efnis-
akvæðum reglugerðarinnar og staðið verði
að endurskoðuninni á þann hátt, sem lagt er
t'1 í bréfi rektors 18. mars s. 1.
Rektor lagði til, að skipuð yrði nefnd,
Sem í væru einn prófessor úr lagadeild, lög-
tfæðingur háskólans Jóhannes L. L.
^elgason hrl., háskólaritari, kennslustjóri,
aðstoðarháskólaritari, fulltrúi stúdenta og
S’griður Thorlacius, fulltrúi í mennta-
ftáiaráðuneytinu, og skyldi nefndin vinna
að samræmingu og endurskoðun á reglu-
gerð háskólans.
4lllaga rektors samþykkt.
28.10.76.
^astanefndir
ektor lagði til, að komið yrði upp til
^eynslu þremur fastanefndum til undir-
ttnings mála í háskólaráði:
1 ■ Rekstrarfjárlaganefnd, er starfi í
Sl'mráði við deildir og stofnanir háskólans
u undirbúningi fjárlagatillagna, sem há-
polaráð fjalli um, áður en samstarfsnefnd
Jallar um þær. Hana skipi háskólaritari
0rmaður), fulltrúi háskólaráðs í sam-
^arfsnefnd og einn fulltrúi sérstaklega
rit-'nntamálaráöuneyti skammstafaö svo.
kjörinn af háskólaráði. Rektor og/eða
varaforseti háskólaráðs starfi með nefnd-
unum öllum eftir því, sem ástæða þykir til.
2. Framkvæmdafjárlaganefnd, er starfi
að undirbúningi framkvæmdaáætlunar.
Hana skipi háskólaritari (formaður),
byggingastjóri, fulltrúi háskólaráðs í sam-
starfsnefnd og einn fulltrúi sérstaklega
kjörinn af háskólaráði.
3. Kennslu og rannsóknanefnd, er veiti
umsögn til háskólaráðs um reglugerðar-
breytingar deilda, frumvörp um menntamál
frá ráðuneyti og Alþingi og málefni er varða
rannsóknir. Einnig fjalli nefndin um
kennslumálefni af ýmsu tagi, eftir því sem
háskólaráð óskar. Hana skipi kennslustjóri
(formaður), annar tveggja fulltrúa Félags
háskólakennara (að þeirra ákvörðun), einn
fulltrúi stúdenta í háskólaráði (að þeirra
ákvörðun), og tveir fulltrúar sérstaklega
kosnir af háskólaráði.
Tillaga rektors samþykkt samhljóða.
08.09.77 04.10.77.
Fulltrúi háskólaráðs í rekstrarfjárlaga-
nefnd til 15. sept. 1978 var kjörinn Arn-
Ijótur Björnsson prófessor.
Fulltrúi háskólaráðs í framkvæmdafjár-
laganefnd til sama tíma var kjörinn einróma
Sigmundur Guðbjarnason prófessor.
Fulltrúar háskólaráðs í kennslu- og
rannsóknanefnd til sama tíma voru einróma
kjörnir prófessorarnir Páll Skúlason og
Þórir Einarsson. Stefán Karlsson var til-
nefndur fulltrúi háskólakennara í nefndina
og Kristinn Ág. Friðfinnsson stud. theol. af
hálfu stúdenta.
27.10.77.
í rekstrarfjárlaganefnd til eins árs var
kjörinn Víkingur H. Arnórsson prófessor.