Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 210
208
Árbók Háskóla íslands
í framkvæmdafjárlaganefnd til eins árs
var kjörinn Sigmundur Guðbjarnason
prófessor.
í kennslu- og rannsóknanefnd til eins árs
voru kjörnir prófessorarnir Gunnar G.
Schram og Páll Skúlason, og tilkynnt var
um kjör fulltrúa Félags háskólakennara og
fulltrúa stúdenta.
12.10.78.
Rektor lagði til, að „með tilliti til þess, að
vænta má viðræðna við ráðuneytin um
framtíðarhlutverk [Samstarfsnefndar Há-
skóla íslands og ráðuneyta menntamála og
fjármála) verði prófessor Guðmundur
Magnússon, er setið hefur í nefndinni frá
hausti 1972 og er gjörkunnugur störfum
hennar, endurkjörinn [í samstarfsnefnd] til
þriggja ára.“
Samþykkt samhljóða.
04.10.77.
Tölvutaka stúdentaskrár
Háskólaráð ályktar, að frá og með
haustmisseri 1977 verði tekin upp [tölvu]
skráning í námskeið, sem fari fram í upphafi
hvers misseris og jafngildi skráningu í próf.
30.06.77.
Stundakennsla
Lagt fram bréf Braga Árnasonar, dags. 5.
þ. m. Fer hann fram á að hann verði leystur
frá störfum sem fulltrúi háskólaráðs í
„matsnefnd stundakennslu," þar sem hann
hefur verið kjörinn formaður Félags há-
skólakennara, en íélagið er talið samnings-
aðili fyrir stundakennara. Bragi hefur setið í
nefnd þessari frá upphafi eða frá því í des-
ember 1972. Samþykkt var málaleitan
Braga og í stað hans kjörinn samhljóða
Þorvaldur Búason aðjúnkt.
08.12.77.
Lagt fram bréf samtaka stundakennara,
dags. 27. sept. s. I., varðandi kjör þeirra,
þar sem m. a. er boðað til verkfalls vikuna
6.—11. nóv. 1978, ef ekki verði gengið að
kröfum þeirra, en um nokkurt skeið hafa
farið fram viðræður milli samtaka stunda-
kennara og fulltrúa frá ráðuneytum
menntamála og fjármála.
Umræður urðu almennar og voru menn
sammála um nauðsyn þess, að kjör stunda-
kennara yrðu slík að þeir mættu vel við una.
Að lokum var samþykkt að fela rektor að
skrifa menntamálaráðuneytinu og ítreka
fyrri ályktanir háskólaráðs varðandi
launamál stundakennara og ennfremur að
fara þess á Ieit, að fundur verði haldinn með
fulltrúum stundakennara fyrir næsta ha-
skólaráðsfund.
12.10.78.
Rektorskjör
Samþykkt var samhljóða að leggja til, að
greinar 3.—6. í tillögum reglugerðarnefnd-
ar varðandi rektorskjör verði teknar inn i
reglugerð háskólans með þeirri breytingu
einni, að orðin „í starfi" í upphafi 3. greinar
falli brott.
25.01.79.
Lagt fram bréf mrn., dags. 9. þ. m., ásamt
staðfestri breytingu á reglugerð háskólans
hvað varðar ákvæði um rektorskjör.
22.02.79.
Ár 1979, þriðjudaginn 3. apríl kl. 9—
fór fram kosning rektors fyrir tímabilið 1?-
september 1979 til 15. september 1982.