Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 212
210
Árbók Háskóla íslands
í kjörstórn vegna rektorskjörs 1979.
Stefán Sörensson
Magnús K. Hannesson
Einar Sigurðsson
Kjartan Gunnarsson
Gylfi Már Guðbergsson
Þráinn Eggertsson.
II. Málefni deilda og stofnana
1. Guðfræðideild
Lagt fram bréf guðfræðideildar, dags. 23.
þ. nt., þar sem skýrt er frá því, að deildin
hafi ákveðið að veita Birni Magnússyni,
prófessor emeritus, Sigurði Pálssyni vígslu-
biskupi og dr. Valdimar J. Eylands, pastor
emeritus, heiðursdoktorsnafnbót í guð-
fræði. Háskólaráð samþykkti einróma
erindi guðfræðideildar.
25.1 1.75.
2. Læknadeild
Lagt fram bréf mrn., dags. 20. f. m.,
ásamt samriti bréfs ráðninganefndar ríkis-
ins, dags. 15. sama mán. Samþykkt er að
stofnað verði prófessorsembætti í réttar-
læknisfræði við læknadeild með því skilyrði,
að niður falli heimiid til prófessorsembættis
í félagslækningum.
25.10.76. 04.08.77.
Samstarf lœknadeildar og sjúkrahúsa:
Rektor lagði fram svofellda tillögu:
„Menntamálaráðuneytið skipaði í októ-
bermánuði 1975 nefnd til að gera tillögur
um framtíðartengsl læknadeildar við
sjúkrahús og stofnanir, sem deildin þarf að
leita til vegna kennslu Iæknanema. Nefndin
skilaði áliti 11. október 1976.
Háskólaráð hefur rætt þessar tillögur ít-
arlega og athugasemdir hafa borist frá
læknadeild, læknanemum og nefnd sem
háskólaráð skipaði til að gera tillögur um
úrbætur í málurn læknadeildar. ...
Ljóst er af athugasemdum þeirra aðila
sem áður eru nefndir að brýnt er að konia á
samningi um samstarf læknadeildar Há-
skóla íslands og sjúkrahúsa.
Háskólaráð getur í öllum meginatriðurn
fellt sig við tillögur nefndarinnar og mæiir
með því, að menntamálaráðuneytið annars
vegar og heilbrigðisráðuneytið hins vegar
taki hið fyrsta upp samninga til að ganga
endanlega frá þessum málum. Háskólaráð
telur eðlilegt, að fulltrúar frá háskólaráði,
læknadeild og læknanemum eigi aðild nð
samningsgerðinni auk þeirra sem mennta-
málaráðuneytið skipar af sinni hálfu. Auk
þess skal bent á, að þátttaka fjárlaga- og
hagsýslustofnunar kynni að vera æskileg-’
Tillagan var samþykkt samhljóða.
26.04.79.
Lyfjafræði lyfsala
Rektor gerði grein fyrir hugmyndum um
háskólaapótek. Á fundinn komu prófessor-
arnir Vilhjálmur G. Skúlason og Þorkell
Jóhannesson.
Um er að ræða hugsanlegan möguleika
þess, að Háskóli íslands eignist Reykjavík-
urapótek. Myndi slíkt efla mjög al*a
aðstöðu til kennsiu og rannsókna í lyfja'
fræði og til vistunar lyfjafræðinema. Væri
slík aðstaða forsenda þess, að upp mæ111
taka við Háskóla íslands kennslu í lyfjafræði
lyfsala til kandídatsprófs. Þá myndi opnast
verulegir möguleikar til framleiðslu lyfja-
26.10.78-
Keldur
Lagt fram til kynningar bréf Tilraunastöð'-
ar háskólans, Keldum, dags. 30. nóv. s. l->