Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 214
212
Árbók Háskóla íslands
Guörún Kvaran veröi sett í stöðuna til
tveggja ára.
27.10.77.
Kosning stjórnar Orðabókar háskólans:
Kjörnir voru prófessorarnir Halldór Hali-
dórsson og Hreinn Benediktsson, og dr.
Jakob Benediktsson.
28.09.78.
4. Verkfræöi- og raunvísindadeild
Lagt fram bréf verkfræði- og raunvísinda-
deildar, dags. 3. þ. m., þar sem frá því er
skýrt, að deildin hafi samþykkt að sæma
Ingimar Oskarsson náttúrufræðing heið-
ursdoktorsnafnbót í raunvísindum. Sam-
þykkt samhljóða.
10.03.77.
Lagt fram bréf deildarinnar, dags. 23.
f. m. Eru þar tillögur hennar um náms-
skipulag matvælafræði- og matvælaverk-
fræðináms. Samþykktar voru cinróma til-
lögur deildarinnar.
02.06.77.
Lagt fram bréf rektors til menntamála-
ráðherra, dags. 18. desember s. I., þar sem
leitað er heimildar til kaupa á spildu að
stærð 6.75 ha úr landi Leirvogstungu fyrir
segulmælingastöð Raunvísindastofnunar,
sem rekin er þar á leigulandi. Landið er falt
á hagstæðu verði. Einnig lagt fram bréf
menntamálaráðherra, dags. 22. desember
s. I., þar sem umbeðin heimild er veitt.
(Fjármálaráðuneytið heimilaði kaupin skv.
bréfi mrn. 24. jan. 1979.) Gengið var að
fullu frá kaupunum fyrir árslok og afsali
þinglýst.
11.01.79.
Raunvísindastofnun fer fram á viðbót-
arfjárveitingu að upphæð kr. 2.5 millj. til
lúkningar innréttinga fyrir efnafræði, en
áður hafa verið veittar kr. 18,2 millj. í sama
skyni. Samþykkt að veita upphæðina af
byggingafé háskólans.
29.03.79.
í stjórn Reiknistofnunar Háskóla íslands
til næstu tveggja ára voru kjörnir Guð-
mundur Magnússon prófessor, Halldór
Guðjónsson kennslustjóri, Oddur Bene-
diktsson dósent og Þorgeir Pálsson dósent.
08.05.78,.
í stjórn rannsóknasjóðs IBM vegna
Reiknistofnunar Háskóla íslands voru
kjörnir af hálfu háskólaráðs dr. Porsteinn
Sæmundsson og til vara dr. Valdimar Kr.
Jónsson prófessor, Baldur Jónsson lektor
(nú dósent) skipaður fulltrúi menntamála-
ráðuneytisins og Otto A. Michelsen for-
stjóri fulltrúi fyrirtækisins og til vara Jo-
hann Gunnarsson.
24.08.76. 14.09.76. 16.09.76.
V.-r. deild hefur samþykkt að efnt verði
til sumarnámskeiðs í efnagreiningartækni
fyrir kennara í framhaldsskólum að beiðnt
þeirra, ef fjárveiting fæst til slíks námskeiðs.
Málaleitan þessi samþykkt samhljóða.
02.06.77.
Tölvumál
Lagt fram samkomulag milli Vegagerðar
ríkisins og Reiknistofnunar Háskóla Is'
lands um yfirtöku Reiknistofnunar á tölvu-
búnaði þeim (PDP 11/34) sem Vegagerð
ríkisins hefur pantað. Háskólaráð sam-