Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 219
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs háskólaárin 1976—1979
217
stjórn Jónatan Þórmundsson prófessor
(formaöur), Þórir Einarsson prófessor og
lialdur Hjaltason B.S.
03.08.78.
Reikningar Háskólabíós fyrir áriö 1978
fram lagðir og samþykktir. Stefán Karlsson
lagði til, að stjórn Háskólabíós veröi kosin
framvegis til tveggja ára, þó þannig, að í
fyrsta sinn verði varpað hlutkesti um, hvor
meðstjórnenda sitji í eitt ár. Samþykkt
samhljóða.
Formaður til tveggja ára var kjörinn
Jónatan Þórmundsson prófessor. Með-
stjórnandi til eins árs var kjörinn Þórir Ein-
arsson prófessor. Meðstjórnandi til tveggja
ara var kjörinn Guðmundur Þorbergsson
stúdent. Endurskoðendur voru kjörnir
Prófessorarnir Árni Vilhjálmsson og
Steingnmur Baldursson.
30.08.79. 13.09.79.
Stjórn Háskólabíós hefur ráðið Friðbert
Pálsson viðskiptafræðing framkvæmda-
stjóra Háskólabíós frá og með 1. janúar
'980. Umsækjendur um stöðuna voru
sextán.
07.06.79.
^kipulags- og framkvæmdamál
*xektor skýrði frá því, að samið hefði verið
V,ð skrifstofu Alvars Aalto um gerð líkans í
Saryiræmi við þær skipulagstillögur há-
s'ólalóðar, sem hann gerði fyrr á árinu og
Vnntar hafa verið í háskólaráði.
12.08.76.
Lögð fram tillaga rektors að bréfi til Þró-
rjarstofnunar Reykjavíkurborgar, ásamt
giskjölum, sem eru tillögur Alvars Aalto
a ^’Pulagi háskólalóðarinnar. Er mælst til
þess að borgaryfirvöld samþykki tillögur
þessar.
Maggi Jónsson byggingastjóri mætti á
fundinum. Sýndi hann uppdrætti og líkan af
háskólalóðinni, sem gert hefur verið af
arkitektaskrifstofu Aaltos. Lýsti hann þró-
un háskólahverfisins, fyrri skipulagstil-
lögum og loks þeim tillögum, sem nú liggja
fyrir. Tillaga rektors var samþykkt
einróma. 11.11.76.
Fram voru lögð drög að framkvæmdaá-
ætlun fyrir árið 1978. Rektor gerði grein
fyrir hinum fram lögðu drögum. Nýstárlegt
er, að í þetta sinn er ekki gert ráð fyrir öðru
framlagi en því fjármagni, sem kemur frá
Happdrætti Háskóla íslands. Eftir
skammar umræður var rektor heimilað að
framsenda hin fram lögðu drög til mennta-
málaráðuneytis og Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar. Jafnframt lýsir háskólaráð
óánægju sinni yfir því, hve fjárveiting til
tækjakaupa er lág og ennfremur, að ekkert
framlag komi úr ríkissjóði á árinu 1978 til
byggingaframkvæmda og tækjakaupa.
07.07.77.
Áætlun um nýbyggingar á háskólalóð
Við umræður um þennan dagskrárlið mætti
Maggi Jónsson byggingastjóri.
Lögð var fram tillaga um nýbyggingar á
háskólalóð 1978—1986, undirrituð af Páli
Skúlasyni, Sigurjóni Björnssyni og Þóri
Einarssyni, dags. 24. þ. m.
Þá var lögð fram frá verkfræði- og raun-
vísindadeild áætlun um byggingaráfanga
fyrir deildina, dags. 12. þ. m.
Loks var lögð fram af rektor tillaga að
ályktun háskólaráðs um forgangsröðun
bygginga á háskólalóð og tillaga að bygg-
ingaráætlun fyrir árin 1978—1986.