Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 220
218
Árbók Háskóla íslands
Rektor lagði fram útdrátt úr fundargerð
byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu frá 25.
sept. s. I. Er þar rætt um framtíð Mela-
vallarins í ljósi þess að bygging Þjóðar-
bókhlöðu mun hefjast á næsta ári.
Rektor skýrði frá málinu og að nú væri í
fjárlagafrumvarpi nokkur fjárveiting til
byggingarinnar. í þessu sambandi las hann
úr gjafabréfi Reykjavíkurborgar til Há-
skóla íslands frá 6. okt. 1961. Lagði hann
síðan fram svofellda tillögu til ályktunar:
„Með vísun til bréfs borgarstjórans í
Reykjavík til Háskóla íslands, dags. 6. okt.
1961, lýsir háskólaráð yfir því, að það getur
fyrir sitt leyti fallist á flutning íþróttavall-
arins á Melunum til suðurs um 10—20
metra um nokkurra ára skeið, en telur hins
vegar, að slíkt sé einungis bráðabirgða-
lausn. Hitt er óhugsandi, að íþróttavöllur-
inn skilji háskólasvæðið frá Þjóðarbók-
hlöðunni, eftir að hún hefur að einhverju
leyti verið tekin í notkun, enda kæmi hún þá
ekki að tilætluðum notum fyrir Háskóla
Islands.
Auk þess þarf Háskóli íslands væntan-
Iega á hluta af vallarsvæðinu að halda innan
fárra ára vegna bílastæða og fjölgunar
háskólabygginga vestan Suðurgötu." Var
tillagan samþykkt einróma.
27.10.77.
Rektor bar fram svohljóðandi tillögu:
„Háskólaráð beinir þeim eindregnu til-
mælum til skipulagsnefndar Reykjavíkur-
borgar, að hún taki afstöðu til skipulags-
hugmynda, sem lagðar hafa verið fram um
háskólalóðina, þar sem mjög er nú aðkall-
andi að hefja undirbúning hönnunar
tveggja næstu bygginga, sem þar eiga að
rísa.“ Tillagan var samþykkt einróma.
12.01.78.
Rektor kynnti hugmyndir sínar aðhönn-
unarnefnd fyrir tvœr nœstu byggingar á há-
skólalóð. Telur hann rétt, að sama nefndin
fjalli um báðar byggingarnar. Gerði hann
síðan grein fyrir stöðunni í skipulagsmálum
háskólalóðar og las nýritað bréf sitt til
borgarstjóra um þau mál, sem koma til
ákvörðunar hjá borgarráði á næstu dögum.
Mun hann ganga á fund borgarstjóra síðar í
dag til þess að fylgja eftir þeim hugmynd-
um, sem hann setti fram í bréfi sínu. Há-
skólaráðsmenn allir lýstu fyllsta stuðningi
við aðgerðir rektors í þessu máli.
í hönnunarnefndina voru kosnir prófess-
orarnir Páll Skúlason, Ragnar Ingimarsson,
Sigurjón Björnsson og Sveinbjörn
Björnsson, Brynjólfur Sigurðsson dósent
og Kristinn Ág. Friðfinnsson stud. theol.
1 1.05.78.
Lagt var fram afrit af bréfi rektors til
borgarstjóra, dags. 16. þ. m., varðandi
skipulag og byggingamál á háskólalóð. Bréf
þetta var tekið fyrir í borgarráði í fyrradag-
Á fundinn komu Hilmar Ólafsson, for-
stöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavík-
urborgar, og Maggi Jónsson byggingastjóri-
Hilmar Ólafsson rakti fyrst sjónarmið
skipulagsnefndar varðandi tillögur Alvars
Aalto og skýrði afgreiðslu nefndarinnar a
þeim. Þá skýrði hann frá því, að borgarráð
hefði á fundinum í fyrradag afgreitt jákvætt
erindi háskólans varðandi heimild til þesS
að reisa tvær næstu byggingar á háskólalóð,
sbr. fram lagt bréf rektors. Svaraði hann
síðan spurningum fundarmanna.
18.05.78-
Lagt frani bréf borgarráðs Reykjavíkur.
dags. 17.maí 1978, þar sem háskólanum er
heimilað að reisa eina byggingu á hvoru