Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Side 231
Kaflar úr gerðabókum háskólaráðs háskólaárin 1976—1979
229
heilbrigðismála, Læknafélag íslands,
iæknadeild Háskóla íslands (kennarar og
nemendur) og háskólaráð ættu aðild að og
e;l- v. einhverjirfleiri,ogværi hennihverju
sinni ætlað að meta rök læknadeildar fyrir
nýtingu heimildarákvæðis og jafnframt að
gera grein fyrir því, hvað þyrfti til þess að
ryðja þörfinni til takmörkunar úr vegi. Að
Þessu sinni virðist þó eðlilegra að hafa
nefndina á vegum háskólaráðs, m. a. vegna
þess, hve lítill tími er til stefnu. Æskilegt
Víeri að geta gert tillögur um það við fjár-
'ngagerðina í vor, hvernig megi ryðja hinum
'akmarkandi þáttum úr vegi, ef einhverjir
eru- en líklegt má þó telja, að lengri tíma
!?Urfi til tillögugerðar, jafnvel allt þetta ár.
afalítið mætti þó koma þörfum ábending-
Um rækilega á framfæri í vor, einkum ef
^ennarar og nemendur læknadeildar og
áskólaráð stæðu saman í því máli.
i ljósi framansagðs væri æskilegt, að
*knadeild beitti ekki heimildarákvæðinu
!*} takmörkunar á hausti komanda, heldur
t'ði niðurstöðu nefndarinnar.
Fleiri rök hníga í þá átt að fresta beitingu
he'mildarákvæðisins, m. a. þessi:
jkiyktun háskólaráðs frá 7. júlí 1977:
”Háskólaráð beinir þeim eindregnu til-
mælum til læknadeildar, að fjöldatakmörk-
Unum verði ekki beitt á þessu ári, og enn
remur, að háskólaráði verði ávallt send ít-
r e8 fökstudd greinargerð um nauðsyn
a mörkunar hverju sinni. Slík greinargerð
Veröi jafnan samin í samráði við kennslu-
^Jóra Háskóla íslands. í því tilviki, að
J° datakmörkun reynist nauðsynleg, er
ess óskað, að erlendum stúdentum sem
eru við nám í deildinni verði haldið utan við
° u"a, þótt þeir haldi áfram námi um
tima.“
Nefnd,
sem unnið hefur á vegum há-
skólaráðs að endurskoðun reglugerðar
háskólans, m. a. með samræmingu reglu-
gerða einstakra deilda í huga, skilar vænt-
anlega tillögum sínum fyrir páska á þessu
ári. Líklegt má telja, að þar verði fjallað um
hugsanlega samræmingu ákvæða um tak-
mörkun aðgangs aðnámi. Varlaverðurséð,
að það skipti sköpum fyrir læknadeild, þó
beitingu heimildarákvæðisins verði frestað
fram yfir þá umræðu, sem fram mun fara
um þetta í deildum, háskólaráði, mennta-
málaráðuneyti og e. t. v. Alþingi, ef laga-
breytinga er þörf. Pegar sú umræða fer fram
hjá æðstu stjórnvöldum, er enn fremur
nauðsynlegt að hafa ítarlegt álit þeirrar
nefndar, sem minnst er á hér að framan, ella
kynni það að verða háskólanum til vansa.
Nemendafjöldi í læknadeild í heild hefur
ekki vaxið á undanförnum árum, og hæpið
er að telja hina góðu frammistöðu í jan-
úarprófum í ár eina sér marktæka fyrir svo
afdrifaríka ákvörðun, sem beiting heim-
ildarákvæðisins er.
Loks má benda á umsögn próf. Jónatans
Þórmundssonar, sem fram var lögð af stúd-
entum á síðasta fundi háskólaráðs.
Guðlaugur Þorvaldsson.
Kristinn Ág. Friðfinnsson, fulltrúi
stúdenta, bar fram þá breytingartillögu við
fyrri tillögu rektors, að Stúdentaráð
háskólans ásamt Félagi læknanema tilnefni
einn fulltrúa í nefndina. Varð samkomulag
um að breyta orðalagi tillögunnar þannig,
að Félag læknanema og Stúdentaráð til-
nefni einn fulltrúa í nefndina. Þannig var
tillagan borin upp og samþykkt einróma.
Þá lagði rektor til að varaforseti há-
skólaráðs, Sigurjón Björnsson, yrði for-
maður nefndarinnar, en Þórir Einarsson,