Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 232
230
Árbók Háskóla íslands
forseti viðskiptadeildar, yrði varamaður
hans. Samþykkt samhljóða.
16.03.78.
I nefnd, er kanna skal hvaða þættir í
starfsemi læknadeildar valda því, að álitin
sé þörf aðgangstakmörkunar að námi á 2.
ári, hefur læknadeild tilnefnt Hannes
Blöndal prófessor og Jón G. Stefánsson
kennslustjóra, og til vara Magnús Jó-
hannsson dósent og Sigmund Magnússon
dósent. Stúdentaráð hefur tilnefnt í söniu
nefnd læknanemana Sigurð Örn Hektors-
son og til vara Steingrím Björnsson.
13.04.78.
Lögð fram álitsgerð nefndar, er falið var
að kanna nauðsyn aðgangstakmarkana í
læknadeild. Sigurjón Björnsson, sem er
formaður nefndarinnar, fylgdi álitsgerðinni
úr hlaði. Tók hann fram, eins og fram kom á
síðasta fundi, að starfi nefndarinnar væri
hvergi nærri lokið, m. a. af því, að enn vant-
ar upplýsingar um þörf úrbóta í ýmsum
kennslugreinum læknadeildar.
Fram var lagt bréf Félags læknanema,
dags. í dag, þar sem þess er óskað við há-
skólaráð, að það skori á læknadeild að beita
ekki fjöldatakmörkunum í ár.
Sigurjón Björnsson rakti tillögur þær,
sem nefndin gerir nú til bráðabirgða, og
þær, sem gerðar eru til fjárveitingavalds,
háskólayfirvalda og læknadeildar. Síðan fór
rektor yfir tillögurnar lið fyrir lið og gerði
grein fyrir möguleikum til úrbóta.
Forseti læknadeildar Iýsti sig efnislega
sammála áliti nefndarinnar og gerði síðan
grein fyrir afstöðu sinni til fram kominna
tillagna.
Fleiri tóku til máls og töldu hið fram
Iagða nefndarálit horfa til bóta.
Rektor Iagði fram svofellda tillögu til
ályktunar:
,,Háskólaráð beinir þeim tilmælunt til
læknadeildar, að heimiidarákvæði urn
fjöldatakmarkanir verði ekki beitt á næsta
háskólaári.
Háskólaráði er þó ljóst, að læknadeikf
hefur heimild til slíkrar takmörkunar ef
fleiri standast 1. árs próf ,,en svo, að veita
megi þeim öllum viðunandi framhalds-
kennslu við aðstæður á hverjum tíma.“
í þessu sambandi vekur háskólaráð
athygii á eftirtöldum atriðum.
1. Á hausti kontanda verða tillögur
Reglugerðarnefndar Háskóla íslands til af'
greiðslu í háskólaráði eftir umfjölluu 1
deildum. Far er m. a. gert ráð fyrir sam-
ræmingu ákvæða um takmörkun aðgangs
að námi í einstakar deildir.
2. Um næstu áramót eru væntanlegur
endanlegar tillögur nefndar, sem háskóla-
ráð hefur skipað „til þess að kanna ítarlegm
hvaða þættir í starfsemi læknadeildar valð*
því, að álitin sé þörf á beitingu heim-
ildarákvæðis um takmörkun aðgangs að
námi á 2. ári.“ Nefndinni er ætlað að geM
„tillögur um það, hvaða úrbætur veroi
gerðar, svo að komast megi hjá beiting11
heimildarákvæðisins."
3. Áðurgreind nefnd hefur gert bráða-
birgðatillögur, sem beint er til fjárveiting3'
valds, háskólayfirvalda og læknadeildar um
bætta aðstöðu til kennslu í læknadeild.
Með tilliti til þessara atriða og í traust*
þess, að bráðabirgðatillögur nefndarinnaf
hljóti jákvæðar viðtökur, er frama*^
greindum tilmælum beint til læknadeildar-
Tillagan var samþykkt með 12 atkv. geSn
1. Einn sat hjá.
Lagt fram samrit af bréfi mrn. til lækna
deildar, dags. 30. júní s. 1„ þar sem þeSS er