Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 235
Kaflar úr geröabókum háskólaráðs háskólaárin 1976—1979
233
verði ekki beitt í læknadeild háskólaárið
1978—79.“
Varaforseti læknadeildar skýrði sjónar-
mið deildarinnar. Kom fram í ræðum þeirra
sem lýstu sig samþykka tiliögu rektors, og í
máli rektors, að menn gerðu þessa sam-
Þykkt í trausti þess, að unnt verði að bæta
kennsluaðstöðuna á grundvelli endanlegs
al'ts nefndar þeirrar, sem kjörin hefur verið
1 málinu. Samþykkt með 11 atkvæðum gegn
!• Tveir sátu hjá.
Þá lagði varaforseti læknadeildar fram
sv°hljóðandi tillögu:
^Fundur í háskólaráði haldinn 31. ágúst
!978 ítrekar stuðning sinn við lausn þeirra
vandamála læknadeildar, er fram kemur í
álitsgerð nefndar háskólaráðs um inn-
Sangstakmarkanir í læknadeild og lögð var
ram á fundi háskólaráðs 29. júní 1978.“
Samþykkt samhljóða.
31.08.78.
Lögð fram til kynningar skýrsla nefndar,
er skipuð var til þess að leita eftir úrræðum
sv° að komast megi hjá takmörkun á
aðgangi að námi á öðru ári í læknadeild.
Fundinn sátu undir þessum dagskrárlið
ðrir Einarsson prófessor, er var varafor-
maður nefndarinnar, og Sigurður Flekt-
0rsson læknanemi, er sæti átti í nefndinni.
Fórir Einarsson gerði grein fyrir störfum
mrindarinnar og álitsgerð, og Sigurður
”ektorsson gerði grein fyrir séráliti sínu.
. Lagt fram bréf læknadeildar, dags. í dag,
asamt tillögu og greinargerð. Varðar til-
llgan það, að frestur til að tilkynna urn,
,Vort aðgangur að námi í læknadeild á
austi komanda, sbr. 2. mgr. b-liðar 42. gr.
áskólareglugerðar, verði framlengdur til
mars n. k. vegna nýframkominnar
skýrslu, sem læknadeild hefur enn ekki get-
að kynnt sér.
Tillaga læknadeildar var samþykkt sam-
hljóða og rektor var falið að rita mennta-
málaráðuneytinu og óska reglugerðar-
breytingar í þá veru, er greinir í tillögunni.
11.01.79.
Lagt fram bréf læknadeildar, dags. 19.
þ. m., þar sem frá því er greint, að deildar-
fundur hafi samþykkt tillögu um aðgangs-
takmörkun stúdenta á 2. ári að deildinni
haustið 1979 með 21 atkvæði gegn 18.
Ennfremur var lögð fram greinargerð með
tillögunni undirrituð af sjö kennurum
læknadeildar.
Eftir skammar umræður var afgreiðslu
málsins frestað, en ákveðið að halda um
það sérstakan háskólaráðsfund mánudag-
inn 26. þ. m. kl. 15.
22.02.79.
Aðgangstakmarkanir að námi á 2.
námsári í læknadeild, sbr. 9. lið síðustu
fundargerðar. Lögð var fram greinargerð
fulltrúa stúdenta í háskólaráði, dagsett í
dag, varðandi þetta mál.
Rektor hóf umræður. Gerði hann grein
fyrir afstöðu sinni til aðgangstakmarkana
að námi. Lagði hann síðan til, að tillögu
læknadeildar um aðgangstakmörkun að
námi á 2. námsári haustið 1979 verði
hafnað.
Umræður um málið urðu mjög almennar.
Nær allir háskólaráðsmenn tóku til máls og
gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Tillaga
læknadeildar var síðan borin undir atkvæði
og felld með 12 atkvæðum gegn 3.
26.02.79.