Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Síða 236
234
Árbók Háskóla íslands
Fjöldatakmarkanir í sjúkraþjálfun
í bréfi námsbrautarstjórnar í sjúkraþjálfun
er lagt til, að 18 nemendur fái aðgang að
námi á I. námsári umrætt tímabil. Á fund-
inum mætti stjórn námsbrautarinnar, þau
Ella Kolbrún Kristinsdóttir námsbrautar-
stjóri, Hannes Blöndal prófessor, er sat
fundinn sem varaforseti læknadeildar, og
Haukur Þórðarson yfirlæknir. Gerðu þau
grein fyrir þeim þáttum, er þau telja að geri
aðgangstakmörkun að sjúkraþjálfun
nauðsynlega.
Svofelld tillaga til ályktunar kom fram frá
fulltrúum stúdenta:
„Háskólaráðsfundur haldinn fimmtu-
daginn 12.maí 1977samþykkireftirfarandi
vegna niðurstöðu stjórnar námsbrautar í
sjúkraþjálfun um horfur á vistunarmögu-
leikum nýrra nemenda n. k. skólaár, sem
fram kemur í bréfi stjórnarinnar til há-
skólarektors dags. 27. apríl 1977:
Háskólaráð lýsir yfir áhyggjum sínum
vegna niðurstöðu stjórnar námsbrautar í
sjúkraþjálfun þess efnis, að útlit sé fyrir, að
óhjákvæmilegt verði að takmarka fjölda
nýrra nemenda n. k. háskólarár þegar í
upphafi við innritun í námsbrautina. Telur
háskólaráð, að framtíð þessarar ungu
námsbrautar velti á því, að ótakmarkaður
fjöldi stúdenta hafi rétt til inngöngu í náms-
brautina. Háskólinn og námsbrautar-
stjórnin í sjúkraþjálfun verða þess vegna að
finna hið bráðasta einhver ráð til að afstýra
því að námsbrautina verði að leggja niður."
Var tillagan felld með 6 atkvæðum gegn 4.
Rektor bar fram þá tillögu, að bréfi
námsbrautarstjórnar frá 27. apríl s. 1. verði
vísað til kennslustjóra til athugunar og
umsagnar, og liggi umsögn fyrir innan mán-
aðar. Kennslustjóri leiti sér þeirrar aðstoð-
ar er hann telur þörf fyrir. Tillagan var sam-
þykkt samhljóða. 12.05.77.
Innritunarmál námsbrautar í sjúkra-
þjálfun. Kennslustjóra hafði verið falið að
kanna möguleika á því, að fleiri nemendur
yrðu teknir í nám á 1. ári en námsbrautar-
st jórnin hafði lagt til. Óskaði hann fulltingis
eins fulltrúa stúdenta við könnun þessa og
valdist til þess Steingrímur Ari Arason.
Kennslustjóri lagði fram skýrslu um at-
huganir sínar á málinu. Niðurstaða hans er
sú, að tillögur námsbrautarstjórnar um
þann fjölda nemenda, sem unnt sé að taka
við, séu raunhæfar.
Steingrímur Ari Arason taldi auðsætt, að
fjöldatakmörkun yrði að beita í náms-
brautinni þegar á námsferil liði og til vist-
unar kæmi, en hann taldi mjög óæskilegt að
beita fjöldatakmörkun þegar við innritun
og að leita yrði ráða til þess að forðast það.
hugsanlega með breyttum misseraskiptum
eða á annan hátt.
í hinni framlögðu skýrslu er gerð úttekt a
möguleikum á breyttri misseraskiptingu-
Formaður námsbrautarstjórnar, Hannes
Blöndal prófessor, sat fundinn. Taldi hann
breytta misseraskiptingu ótæka.
Umræður urðu miklar um mál þetta,
m. a. var mikið rætt um hvaða aðferð skylð>
beita við val nemenda ef fleiri sæktu um en
unnt væri að veita viðtöku. Skoðanir ha-
skólaráðsmanna um þetta voru nokkuð
skiptar og tóku ýmsir oft til máls um þettJ
atriði. Var málinu loks frestað til næsta
fundar, en þá verður ákvörðun tekin.
23.06.77-
Innritun nemenda í námsbraut í sjúkra
þjálfun. Hannes Blöndal prófessor, f°'