Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 240
238
Árbók Háskóla íslands
Eftir skammar umræður var tillaga
námsbrautarstjórnar borin undir atkvæði
og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 5.
Sigurður Samúelsson prófessor gerði
grein fyrir atkvæði sínu. Kvaðst hann hafa
greitt atkvæði gegn tillögunni vegna þess að
hann þekkti vel til skorts á sjúkraþjálfurum
á heilbrigðisstofnunum og taldi að nauð-
synlegt væri að auka afköst námsbrautar-
innar.
Fulltrúar stúdenta lögðu fram svofellda
bókun:
„Við fulltrúar stúdenta í háskólaráði
greiðum atkvæði gegn tillögum náms-
brautar í sjúkraþjálfun, sem er dagsett
22.06.79, af eftirtöldum ástæðum:
1. Við bendum á fyrri samþykktir há-
skólaráðs (23.10.76, 30.06.77 og bókun
rektors 29.06.78) um að námsbraut í
sjúkraþjálfun geri nauðsynlegar ráðstafanir
varðandi kennslutilhögun og vistun
stúdenta á heilbrigðisstofnunum þannig, að
ekki þurfi að koma til takmörkunar að-
gangs stúdenta að námi. Námsbrautin hefur
ekki orðið við þessum tilmælum háskóla-
ráðs né heldur birt háskólaráði greinargerð
um tilraunir í þá átt.
2. í tillögu námsbrautar kemur ekki fram
neinn rökstuðningur fyrir takmörkun, né
greinargerð um tilraunir námsbrautar til að
koma í veg fyrir takmörkun. Jafnvel þótt í
reglugerð H. í. sé enn ekki gert ráð fyrir
rökstuðningi slíkra tillagna, teljum við slíkt
vera siðferðislega skyldu námsbrautarinn-
ar.
Háskólaráð vísaði á fundi sínum
26.04.79 tillögu til námsbrautar þess efnis,
að kanna skyldi leiðir til úrbóta við vistun
nema í sjúkraþjálfun á heilbrigðisstofnun-
um. Á sama fundi var því vísað til náms-
brautar, að hún konti kennslutilhögun í það
horf, að ekki þurfi að takmarka aðgang
stúdenta að námi. Við væntum þess, að
námsbrautin verði við þessum tilmælunt
háskólaráðs. Ennfremur leggjum við
áherslu á, að háskólaráð fylgi því eftir betur
en áður, að námsbrautin verði við tilmælum
þess.“
28.06.79.
Félagsstofnun stúdenta
Stefán Svavarsson lektor kjörinn fulltrui
háskólaráðs í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta til tveggja ára frá 1. janúar 1978
og til vara Pétur Maack dósent.
26.01.78.
Práinn Eggertsson dósent kjörinn vara-
fulltrúi háskólaráðs í stjórn Félagsstofnun-
ar í stað Péturs Maack.
03.08.78.
Bréf ntrn., dags. 23. þ. m., að ráðuneytið
hafi skipað Stefán M. Gunnarsson banka-
stjóra fulltrúa sinn í stjórn Félagsstofnunar
stúdenta tímabilið 1. janúar 1978 til 31-
desember 1979 og til vara Björn Bjarnason
skrifstofustjóra.
23.02.78.
Framkvæmdastjóraskipti. Bréf Félags-
stofnunar, dags. 2. þ. m., að Ingólfur Hjart-
arson lögfræðingur hafi látið af störfum sem
framkvæmdastjóri Félagsstofnunar. Við
tók Jóhann Scheving viðskiptafræðingur.
14.09.76-
Bréf Félagsstofnunar, dags. 27. f. m.,
Jóhann Scheving láti af störfum fram-
kvæmdastjóra 1. október og við taki Skúh
Thoroddsen lögfræðingur.
12.10.78.