Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 260
258
Árbók Háskóla íslands
kostinum á árinu 1976, sjá við VR hér á
eftir.
RL
Rannsóknarstofa í lyfjafrœði á 1. hæð aðai-
byggingar háskólans.
Sál
Safndeild sálfrœðinema í VR. Háskóla-
bókasafn tók snemma árs 1976 við nokkr-
um tugum bóka, sem sálfræðinemar höfðu
sjálfir aflað undanfarin ár, og kom þeim
fyrir á lestrarsal verkfræðideildarhússins
nýja, þar sem sálfræðinemar fá lesaðstöðu
til bráðabirgða.
Sjúk
Námsbraut í sjúkraþjálfun, Lindargötu 7.
Um er að ræða mjög iitla safndeild, og voru
fyrstu bækurnar skráðar þangað 1976.
Tann
Lesstofa tannlœknanema, Aragötu 9. Þar
voru um árabil nokkrir tugir handbóka og
talsvert af tímaritum í tannlæknisfræði.
betta efni var flutt í aðalsafn á árinu 1978
og safndeildin lögð niður sem slík, þótt les-
stofan gegni sínu hlutverki áfram.
Við
Viðskiptafrœði, stofa í kjallara að Bjark-
argötu 6. Þar voru um árabil nokkrir tugir
handbóka. Þetta efni var flutt í aðalsafn á
árinu 1976 og safndeildin þar með lögð
niður.
VR
Bókasafn verkfrœði- og raunvísindadeildar,
Hjarðarhaga. Stofnað var til þessarar safn-
deildar árið 1976. Urðu við tilkomu hennar
allmiklar tilfærslur rita úr aðalsafni og RH í
VR annars vegar og úr aðalsafni í RH hins
vegar. Safnið var opið virka daga kl.
13— 17, og var bókavörður á staðnum þann
tíma. (Sími 278.)
Eins og fram kemur í yfirlitinu hér að
ofan var einungis í fáum tilvikum um reglu-
bundna bókasafnsþjónustu að ræða í safn-
deildunum. Annars var látið nægja að fara
þangað öðru hverju til eftirlits og viðhalds
ritakostinum.
10. Þjóðarbókhlaða
Undirbúningur að byggingu Þjóðar-
bókhlöðu hélt áfram. 28. júlí 1977 sam-
þykkti Byggingarnefnd Reykjavíkurborgar
teikningar bókhlöðunnar og veitti bygging'
arleyfi á fyrirhuguðum stað við Birkimel-
Sama ár var endanlega ákveðin nauðsynleg
skerðing á Melavellinum til að rýma fyr<r
byggingunni.
Fyrsta skóflustunga að Þjóðarbókhlöðu
var tekin 28. janúar 1978. Lokið var við að
grafa grunn hússins í maí það ár. Annar
verktaki tók þá við og lauk í september
sama ár við næsta áfanga, — að steypa
sökkla hússins, stokka í grunni og gólfpl°tu
kjallara. Síðan varð langt hlé á verkinu, en <
október 1979 var loks boðin út uppsteypa a
kjallara. Þeim áfanga lauk í júlí 1980, ogÞa
var strax hafist handa um næsta áfanga-
hinn stærsta til þessa, sem er uppsteypa
allra hinna fjögurra hæða hússins, sem ofan
jarðar eru.
Þegar byggingarframkvæmdir hófust.
hafði verið lokið við vandað líkan af bók
hlöðunni. Var Iíkanið, ásamt teikningunl
hússins, haft til sýnis nokkrar vikur í februar
og mars, fyrst í Landsbókasafni, en síðan
Háskólabókasafni. .
Norska Stórþingið ákvað á sínum tíma a
minnast 1100 ára afmælis byggðar á íslan 1
með því meðal annars að gefa íslendmg