Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 262
260
Árbók Háskóla íslands
tekarer), sem haldið var við bókavarða-
skólann í Osló 8.—19. ágúst.
I október stóð Rannsóknaráð ríkisins
fyrir sýningu og ráðstefnu til kynningar á
upplýsingaþjónustu. Þórir Ragnarsson
annaðist að verulegu Ieyti undirbúning
sýningarinnar og háskólabókavörður flutti
ávarp við opnun hennar. Auk þeirra tóku
þátt í sjálfri ráðstefnunni nokkrir starfs-
menn safnsins.
1978
Einar Sigurðsson var leiðsögumaður í ferð
28 manna hóps bókasafnsfræðinema til
Bretlands dagana 24. febrúar til 5. mars, en
næsta dag, 6. mars, sótti hann í Osló stjórn-
arfund í Sambandi norrænna rannsóknar-
bókavarða (NVBF). Einnig sótti hann
stjórnarfund sömu samtaka í Kaupmanna-
höfn 18. desember.
Halldóra Þorsteinsdóttir fór í kynnisferð
um Pýskaland dagana 21. ágúst til 2. sept-
ember í boði þýskra bókavarðasamtaka
(Deutsche Bibliothekskonferenz). Heim-
sótt voru bókasöfn — einkum rannsóknar-
bókasöfn — í Hamborg, Berlín, Hannover,
Bonn, Frankfurt og Múnchen. Halldóra
sótti einnig ráðstefnu um bókasöfn norð-
lægra slóða (7th Northern Libraries
Colloquy), sem haldin var í París 19.—23.
september.
Sigríður Lára Guðmundsdóttir sótti
námskeið fyrir bókaverði á Norðurlöndum
(Nordisk sommerskole for bibliotekarer),
sem haldið var við bókavarðaskólann í Osló
26. júní til 7. júlí og var námskeiðið að
þessu sinni einkum ætlað þeim sem fást við
fræðslustörf á sviði bókasafns- og upplýs-
ingamála.
Dagana 18.—23. júní var haldið í Há-
skóla íslands 5. þing Sambands norrænna
rannsóknarbókavarða (Nordisk viden-
skabeligt Bibliotekarforbund — NVBF),
og sá hin íslenska félagsdeild samtakanna
um þinghaldið að þessu sinni. Flestir bóka-
verðir Háskólabókasafns sátu þingið, en i
undirbúningsnefnd voru frá safninu Sig-»
ríður Lára Guðmundsdóttir og Einar Sig-
urðsson, sem var formaður nefndarinnar.
Þingið sóttu um 130 bókaverðir víðs veg-
ar að af Norðurlöndum, þ. á m. landsbóka-
verðirnir í Færeyjum og Grænlandi, en þeir
hafa ekki áður tekið þátt í fundum samtak-
anna.
Erindi og umræður á þinginu voru gefnar
út í bók: Fra norrone skrifter til nordiske
forskningsbiblioteker. Rv. 1979.
1979
Einar Sigurðsson og Þorleifur Jónsson sottu
45. ársþing Alþjóðasambands bókavarða
(IFLA), sem haldið var í Kaupmannahöfn
dagana 27. ágúst til 1. september. í tengsl'
um við þingið voru heimsótt nokkur bóka-
söfn og Einar sat stjórnarfund í Samband1
norrænna rannsóknarbókavarða (NVBrj
30. ágúst. — Pá fór Einar í kynnisferð um
Þýskaland dagana 10.—19. október í bo i
vesturþýsku kynningarstofnunarinnar Inter
Nationes. Heimsótt voru bókasöfn í Bonn.
Köln, Vestur-Berlín, Múnchen, Freiburg
og Bremen — og loks á eigin vegum í K|e •
Halldóra Þorsteinsdóttir hafði forys111
fyrir samstarfshópi bókavarða og ritho
unda, sem stóð fyrir alþjóðlegri barna
bókasýningu á Kjarvalsstöðum dagana 2
október til 4. nóvember.
Óskar Á. Óskarsson lengdi sumarley lS
dvöl sína í Osló í ágúst um tvo daga, s
hann varði til að kynna sér þjónustu a
skólabókasafnsins þar.
Þórir Ragnarsson sótti vorfund bo 3