Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1979, Page 431
EFTIRMÁLI
Árbók er öllu síðar á ferðinni nú en ætlað
var, og valda því ýmsar óviðráðanlegar taf-
ir. Er nú öðru sinni gefin út árbók
þriggja ára í senn og með sama efnisvali og
síðast. Sýnir reynslan, að sú nýlunda sem
bryddað var upp á með síðustu árbók
(1973—76) er þess verð að áfram sé haldið
á sömu braut, þ. e. að birta frásagnir af
starfsemi deilda og rannsóknarstofnana,
kennslu og vísindastarfi og helstu framfara-
málum; og skrá um þau rit sem eru beinn
afrakstur af starfi manna við háskólann,
auk upptalningar á erindum er menn hafa
flutt, ýmist fyrir almenning og félagssamtök
eða á vísindalegum ráðstefnum víða um
lönd. Má ætla að í þessu tvennu sé allmerk
heimild um hina sívaxandi starfsemi há-
skólans á öllum sviðum.
Breytingar þær sem gerðar voru með síð-
ustu árbók á efnisvali voru meðal annars
fólgnar í því, að settar voru upp töflur um
Próf, en sleppt var rúmsins vegna hinum
itarlegu frásögnum fyrri árbóka af prófum
°g prófverkefnum. En þá féll niður um leið
greinargerð um kandídatsritgerðir, og er
reynt að bæta úr því nú með því að birta
skrár um lokaritgerðir, sem í sumum tilvik-
um taka til áranna 1973—79, en skrá um
B.A.-ritgerðir í landafræði nær allt aftur til
ársins 1955. Að öðru leyti vísast um þetta til
eftirmála síðustu árbókar.
Einungis tveir starfsmanna háskólans
hafa sent ritstjóra aðfinnslur um bókina.
Eru bréf þeirra hérmeð þökkuð, enda var
eftir ábendingum þeirra farið, og jafnframt
eru aðrir hvattir til þess að senda ritstjóra
tillögur um það sem betur má fara, svo sem
leiðréttingar, t. d. á kennaraskrá, ef ein-
hverjar kynnu að vera (sjá ,,Leiðréttingar“
hér að framan) og ekki hvað síst leiðrétt-
ingar á prentaðri ritskrá, ef þar skyldu
leynast villur.
Erla Elíasdóttir aðstoðarháskólaritari
hefur samið kaflana um próf, doktorspróf
og heiðursdoktora og töflur um fjölda stúd-
enta. En einnig hefur hún annast um aðra
efnisöflun, svo sem um lokaritgerðir nem-
enda. Hefur ritstjóra verið mikil stoð að
samstarfinu við Erlu um útgáfuna almennt,
og skal það þakkað hér. Einnig eru höfund-
um merktra greina færðar þakkir, ásamt
þeim Jóhannesi Halldórssyni, deildarstjóra
á skrifstofu Alþingis, og Sigurði V. Frið-
þjófssyni, deildarfulltrúa verkfræði- og
raunvísindadeildar, sem lásu hvor sinn
hluta af próförk ritskrárinnar, að ó-
gleymdum dr. Jónasi Kristjánssyni prófess-
or, höfundi fylgirits, sem annast hefur að
öllu leyti um prófarkir þess ásamt sam-
starfsmönnum sínum. Starfsmönnum
Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg þakka ég
störf þeirra.
Desember 1981
Pórir Kr. Þórðarson
ritstjóri.