Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 65
Um list og fegurð
63
Háskóla íslands fyrir kennara og almenning og ritaði margt.1 Hann
varð prófessor í heimspeki við Háskóla íslands 1945 og gegndi því
starfi allt til 1975. Símon Jóhannes Ágústsson lést 1976.
Uppistaðan að List og fegurð eru nokkur erindi sem Símon flutti
fyrir almenning í Háskóla íslands á árunum í kringum 1950. Endur-
samdi hann þau öll til útgáfu svo að verkið bæri meiri heildarsvip.
Markmið verksins - og væntalega fyrirlestranna líka - var að gera
meginviðfangsefnum fagurfræðinnar skil á alþýðlegu máli.
Það er ágætt að gera sér grein fyrir því í hvaða umhverfi Símon
heldur fyrirlestrana um list og fegurð. Árin eftir lýðveldisstofnunina,
þegar listamenn kepptust við að lofa fóstuijörðina, einkenndust af
miklum umbrotum í listalífi landsins. Á stríðsárunum hafði til dæmis
hópur myndlistarmanna verið úthrópaður sem klessumálarar af opin-
berum aðilum og varð Septembersýning myndlistarmanna 1947
almenningi takmarkalaus hneykslunarhella. Á fimmta áratugnum varð
nánast bylting í íslenskri bókaútgáfu. Fjöldi frumsaminna lausamáls-
rita nær tvöfaldaðist og fjöldi þýddra skáldverka þrefaldaðist, eða því
sem næst, frá næsta áratug á undan.2 Bækur urðu eftirsótt gjafa- og
söluvara og almenn umræða um þær jókst stórlega. Um þetta leyti
sáust einnig í ljóðlistinni greinileg merki um það sem koma skyldi í
þeirri grein, þ.e. módemismann. Ljóðformið varð óbundið og notkun
myndmáls fijálsleg og óheft. Hin rökræna frásögn og reglubundna
hrynjandi létu undan síga, þvert á óskir almennings. Ljóst var að djúp
gjá hafði myndast milli margra þeirra sem sköpuðu listaveik og þeirra
sem áttu að njóta þeirra. Nokkurs konar listrænt kjörorð þessa tíma
var að listamaðurinn skyldi hafna skipulegri vélvæðingu og reglu-
bindingu hugans. Landanum virtist sjást yfir þetta markmið.
Hér á eftir verður farið í uppbyggingu ritsins og kenningar Símonar
raktar eftir því hvemig þær koma fyrir í köflunum. Það er raunar
hægur vandi því að það er einn af höfuðkostum þessarar bókar hversu
skipulega hún er upp byggð. í fyrsta lagi myndar röð kaflanna eina
heildstæða rökfærslu þar sem hver kafli er nauðsynleg undirstaða
1 Þessi umfjöllun um Símon byggir aðallega á æviyfirliti sem birtist
með: Mannþekking, hagnýt sálatfrceði. Símon Jóhannes Ágústsson,
1945.
2 Heimir Pálsson: Straumar og stefnur í tslenskum bókmenntum frá
1550. Iðunn, 1990. Bls. 156.