Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 17

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 17
Af tvennu illu 15 okkur nú allur munur á því og hinni upphaflegu sögu um Þórð á stofu sex þar sem honum var slátrað fyrst. Rosenberg viðurkennir að vísu fúslega að þama sé gloppa í reglunni en bætir við að í hana megi staga í slíkum undantekningartilfellum með útreikningi á kostnaði og nytjum.12 Það þýðir hins vegar lítið að hengja hatt sinn á þessa reglu sem slíka ef við getum ekki nýtt hana nema með því að leita á vit nytjalögmála til að skera úr um hvenær reglan stenst eða bregst og til að koma í stað hennar í síðara tilvikinu. Er þá ekki eins gott að ráðast undir áraburð nytjastefnunnar strax í upphafi? Þriðji kosturinn er sá sem Philippa Foot ber fram í stað reglunnar um tvenns konar afleiðingar. Hann veltur á að skipta skyldum okkar við annað fólk í tvo meginflokka: kalla aðrar (með orðalagi Þorsteins Gylfasonar) taumhaldsskyldur og hinar verknaðarskyldur: Taumhaldsskyldur kveða á um að við gerum ekki öðrum mein, meiðum þá ekki né deyðum. Verknaðarskyldur eru hins vegar skyldur okkar til verka, til að koma öðrum til hjálpar í neyð, svo sem að hð- sinna manni sem fengið hefur aðsvif á götu eða bjarga bami sem dottið hefur í Tjömina.13 Þar sem þessar tvær skyldugerðir stangast á skulu svo taumhalds- skyldumar ráða; ella ber, að öðru jöfnu, að þjóna hagsmunum sem flestra. í dæmisögu 1 rákust þannig á tvær verknaðarskyldur og læknirinn ákvað skiljanlega að sinna ftmm sjúklingum fremur en einum; í dæmisögu 2 rakst hins vegar taumhaldsskyldan gagnvart Þórði á við verknaðarskylduna gagnvart fimmmenningunum og þar varð sú síðarnefnda að víkja. í sögu 3 mætti gera ráð fyrir að tvær verknaðarskyldur rækjust á14 og við ættum því að grípa í handfangið en að í 4 skyldi taumhaldsskyldan gagnvart fituhlunknum verða yfirsterkari verknaðarskyldunni gagnvart verkamönnunum fimm. Þetta hljómar býsna sannfærandi, að minnsta kosti snöggtum betur en 12 Sama rit, bls. 101. 1 3 Þorsteinn Gylfason, „Lfknardráp", Morgunblaðið, 13. maí 1979, bls. 36. 14 Foot talar þar að vísu um að tvær taumhaldsskyldur rekist á („The Problem of Abortion... “, bls. 27), en það kann að stafa af því að í hennar afbrigði af sögunni er söguhetjan inni í stjómlausa vagninum, þ.e. vagnstjórinn sjálfur, og getur fært vagninn á milli teina þó að hún geti ekki stöðvað hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.