Hugur - 01.01.1996, Page 112

Hugur - 01.01.1996, Page 112
110 Ritdómar skáldlegum töktum út í gegn og það er mesta furða hversu vel það krydd dugir á þurra kennslubók hans. Hér hefur ýmislegt verið týnt til, sem telja verður til veikleika á Veröld Soffíu, eftir stendur sú staðreynd óútskýrð að bókin er metsölubók út um allar jarðir og velgengni hennar er hreint ótrúleg. Hver er skýringin? Það liggur beint við að leita skýringa utan bókarinnar sjálfrar, vísa einfaldlega í tíðarandann. Þetta virðist vera skýring höfundar, a.m.k. er engin ástæða til að efast um einlæga undrun hans á viðtökunum: „Ég held að heimspekin hafi meðbyr núna ... Þegar ég skrifaði Veröld Soffíu var ég aðeins sannfærður um eitt: Að hún yrði ekki metsölubók. Ég skrifaði hana handa fáum en núna er búið að þýða hana á 38 tungumál og salan er ótrúleg... Það er mér ráðgáta hvernig þetta hefur gerst.“^ Almennar og sívaxandi vinsældir heimspekinnar styðja þessa skýringu. Lengi vel átti hverskyns „ffla“ undir högg að sækja, sem betur fer hefur orðið þar breyting á og virðist einu gilda hvert litið er.9 Skýringa má einnig leita í verkinu sjálfu. Gaarder skrifar lipran texta og mál hans er uppfullt af snjöllum dæmum og líkingum sem tengja viðfangsefnið við hversdagsleikann. Hann notar t.d. samlíkingu við legókubba til að útskýra frumeindakenningu Demókrítosar. Tína mætti til mörg dæmi sem sýna „pedagógískan" bakgrunn hans; hann hefur næmi kennarans og innsæi. Hann tengir umfjöllun sína við reynslu lesandans: „Hefur þér dottið í hug að það er hægt að líkja sögu Evrópu við ^ Morgunblaðsviðtal Gunnars Hersveins. ^ í haust sem leið sá ég t.d. viðtal í norska Dagblaðinu (Dagbladet, 20.11.95) við Femando Savater en tvær heimspekilegar skáldsögur hans em metsölubækur á Spáni. Hann segir m.a.: „Báde Gaarder og jeg har truffet tidas store interesse for filosofiske problemstillinger, samtidig som vi har lagt det filosofiske begrepsapparatet pá hylla. Vi snakker direkte til leseme om essensielle temaer som liv, kjærlighet og dpd, uten á bruke en akademisk tilnærming". Kollegi minn í Argentínu, Walter Kohan, segir janúarhefti franska tímaritsins Magazine Litteraire tileinkað heimspeki, í bréfi segir hann: „It is devoted to “Philosophy. The new Passion”. There are many facts showing a certain new popularity of philosophy. Among them is Sophie's World that has sold 700.000 books in France." Lesendum þessa tímarits er vafalaust fullkunnugt um vaxandi vinsældir heimspekinnar. Því miður hefur þessi þróun engin sýnileg áhrif á þá sem sinna námskrárgerð fyrir grunn- og framhaldsskóla. Utan Fósturskólans og Háskólans á Akureyri í einhverjum mæli virðist ráðgátu- og samræðuaðferð heimspekinnar ekki höfða til kennara kennaranna þótt nemendur falli fyrir henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.