Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 39

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 39
Orðrœðan um frelsið 37 annarra, einkum og sér í lagi afskiptum stjómvalda.5 Eins og síðar kemur í ljós tel ég að frelsiskenning Mills sé mun bitastæðari en flestar kenningar nú á dögum um neikvætt frelsi, en óneitanlega er hún ein af meginuppsprettum þeirra. Ég geri ráð fyrir að menn kannist við meginatriði þessara kenninga og sný mér því án frekari útskýringa að helstu annmörkum þeirra. í fyrsta lagi hneigjast fijálshyggjumenn til að gefa einum tilteknum réttindum forgang sem undirstöðu alls frelsis, nefnilega eignar- réttinum.6 Ein ástæðan fyrir þessari áherslu frjálshyggjunnar á eignarréttinn er vafalaust sú trú að efnahagslífið sé undirstaðan í mannlegu samfélagi og því sé frelsi einstaklingsins undan afskiptum annarra á efnahagssviðinu þýðingarmest. Tengslin á milli efnahags- frelsis og mannréttinda eru vitanlega mikilvæg þegar horft er til sögunnar, en deila má um það hvort einkaframtak og markaðshyggja á öllum sviðum samfélagsins sé vænlegt til að skapa skilyrði fijálslynds samfélags eins og sumar útgáfur af nútíma frjálshyggju virðast gera ráð fyrir. Þvert á móti liggja rök að því að sé eignar- réttinum gefmn algjör forgangur grafi það undan öðruin félagslegum og siðferðilegum þáttum sem viðhalda frelsishefðum okkar. Markaðs- væðing íjölgar einungis valkostum á afmörkuðum sviðum neyslu og viðskipta, en hún eykur ekki áhrif almennings á umhverfi sitt og menningu. Þar með erum við komin að öðrum annmarka fijálshyggjunnar. Sú gagnrýni snýr að því að frjálshyggjumenn vilji einkum varðveita formleg réttindi einstaklinga en hafi tilhneigingu til að láta lönd og 5 „Því meira svigrúm sem ég hef ótruflaður, því meira er frelsi mitt“, segir Berlin um neikvætt frelsi, Heimspeki á tuttugustu öld, s. 158. 6 Þetta er hvað ljósast hjá John Locke, Ritgerð um ríkisvald [The Second Treatise on Government, London 1698], þýð. Atli Harðarson, Hið íslenzka bókmenntafélag 1986. Á síðustu áratugum hafa ný- frjálshyggjumenn á borð við Robert Nozick og Milton Friedmann haldið uppi öfgakenndum vömum fyrir séreignarréttinn á kostnað allra félagslegra markmiða. Gagnrýni á hana má t.d. lesa hjá Þorsteini Gylfasyni, „Hvað er réttlæti“, Skírnir (1984), einkum þann kafla rit- gerðarinnar sem hann nefnir „Sérhyggjusöng“. Svo sem sjá má af ritum hófsamra fijálshyggjumanna eins og Johns Stuarts Mills er slík ofuráhersla á séreignarréttinn engan veginn inntak allrar frjálshyggju. Mill tekur það raunar sérstaklega fram að frelsisreglan sé „óskyld verzlunarfrelsiskenningunni“ (170).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.