Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 70

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 70
68 Henry Alexander Henrysson töluverðir árekstrar urðu milli listamanna og almennings vegna þess hvernig átti að túlka náttúru hins unga lýðveldis. í hveiju fegurð Fjallkonunnar væri fólgin virtist vera mönnum óþrjótandi umræðu- efni. Símon tekur strax ákveðna afstöðu í þessu máli þegar hann segir eitthvað á þá leið að nútíma fagurfræðingar séu flestir á því máli að list sé ekki fólgin í eftirlíkingu og að hún geti aldrei orðið nákvæm eftiriíking náttúrunnar. Hins vegar njótum við náttúrufegurðar á sama hátt og listfegurðar, enda sé enginn eðlismunur á þessari tvenns konar reynslu. Það sem fólk verður hins vegar að gera sér grein fyrir er að þetta eru tvenns konar fyrirbæri. Þ.e.a.s. að við höfum eins konar reynslu af tvenns konar fyrirbærum. Það er því aðeins að menn hafi gert sér þetta atriði ljóst sem þeir geta skilið að menn þurfa ekki alltaf að velja Fjallkonuna í sínu fínasta pússi til þess að skapa fagurt listaverk. Listaverk er ekki og á ekki að vera staðgengill, eftirlíking eða spegilmynd náttúrunnar, heldur persónuleg tjáning hennar. Það-er einmitt í þessum kafla sem Símon sýnir hvað mestan frumleika í skoðunum, t.d. gagnvart Benedetto Croce. Ólíkt Croce og flestum fagurfræðingum fyrri hluta 20. aldar sem sögðu að náttúran væri stór, þögul og heimsk, setur Símon náttúrufegurð ekki skör lægra heldur en listfegurð. Hann setur þær þess í stað saman á stall, reiðubúnar að þiggja merkingu sína frá njótandanum. Má kannski leiða að því líkur að þessi munur sé tilkominn vegna þess að virðing - jal'nvel lotning - íslendinga fyrir náttúrunni hafi enst lengur fram eftir öldinni, og þá kannski sérstaklega í kringum lýðveldisslofnunina, heldur en hún entist í borgarmenningu meginlandsins. ffl List og tækni í fjórða kafla segist Símon ætla að ræða þá „afturgöngu“ í heimi fagurfræðinnar að list sé fólgin í tækni. Hann kallar þá hugmynd „afturgöngu" þar sem það sé löngu ljóst að hún standist ekki nánari skoðun. List sé eitthvað annað og meira en tækni og kunnátta. Virðist þessi afturganga reyndar vera með eindæmum lífseig, því ég veit ekki betur en hún sé við jafn góða heilsu nú undir lok 20. aldar og hún var um miðbik hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.