Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 15
Af tvennu illu
13
hér, enda er ég viss um að boðberi kenningar sem heimtaði að Þórði á
stofu 6 væri fómað hyggi fyrirfram í harðan skalla hjá þorra lesenda.
Áður en ég legg dæmisögumar góðu undir dóm almennra siðferðis-
kenninga svo sem nytjastefnu eða dygðafræða - en það ætla ég mér að
gera hér á eftir - ber þess þó að geta að ýmsir teldu sögumar óbrotnari
en svo að við þyrftum að leita á náðir einhverra almennra
siðferðisfce/mmga til að ráða fram úr þeim. Hitt nægði, að leggja á
þær mælistiku mun afmarkaðri siðferöisreglna sem gildi, eða eigi að
gilda, í mannlegu félagi. Hyggjum, áður en lengra er haldið, að
þremur slíkum kostum sem stungið hefur verið upp á. Sá fyrsti er
reglan um tvenns konar afleiðingar athafna („doctrine of double effect“)
sem kaþólikkar hampa einatt öðram fremur. Elizabeth Anscombe
kynni að orða hana svo að „menn væra ábyrgir fyrir slæmum afleið-
ingum illra verka sinna en hlytu engan sóma af þeim góðu; og á hinn
bóginn væru menn ekki ábyrgir fyrir slæmum afleiðingum góðra
verka sinna.“9 Þetta hljómar allundarlega við fyrstu sýn en hugmyndin
sem að baki býr er sáraeinföld: Það er grandvallarmunur á afleiðingum
ásetningsverka eftir því hvort þær eru sjálfar œtlaðar eða einungis
fyrirsjáanlegar. Læknir þarf að skera upp þungaða konu; hann sér fyrir
að við uppskurðinn muni fóstrið sem hún ber undir belti fyrirsjáan-
lega deyja en ásetningur hans er að bjarga lífi móðurinnar, ekki að
deyða fóstrið, og því ber hann ekki ábyrgð á hinu síðara þótt það
gerist í raun.
Þessi regla er fjölrædd og ég hef ekki miklu við þá umræðu að
bæta nema að hnykkja á þeirri skoðun minni að reglan sé fáránleg.
Hlýtur maður ekki að bera ábyrgð á öllum fyrirsjáanlegum afleið-
ingum gerða sinna? Undir lok seinni heimsstyrjaldar léku Japanar
þann ljóta leik að binda bandaríska stríðsfanga framan á skriðdreka
sína til að koma í veg fyrir að landar þeirra skytu á stríðsvélamar; þeir
fengju ekki af sér að drepa eigin félaga og vini. Samkvæmt reglunni
um tvenns konar afleiðingar hefði hermanni verið leyfxlegt að skjóta í
skriðdrekann til hliðar við fangann, vitandi að þar með spryngi drek-
inn í loft upp og fanginn með; en honum hefði verið óleyfilegt að
skjóta beint á skriðdrekann, þ.e. beint á fangann framan á honum,
Q
Anscombe, G. E. M., „Siðfræði nútímans" (þýð. Benedikt
Ingólfsson), Heimspeki á tuttugustu öld, ritstj. Einar Logi Vignisson
og Ólafur Páll Jónsson (Reykjavík: Heimskringla 1994), bls. 195.