Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 118

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 118
116 Ritdómar Þessi grautur er þó á köflum helsti kostur bókarinnar einnig: Þegar vel tekst til að tengja fræðilega greiningu og gagnrýni við íslenskt umhverfi og stjómmálasögu, kryddað með tilvitnunum í íslenskan skáldskap, þá er bókin lifandi og áhugaverð aflestrar - hvort heldur er fyrir leikmenn eða fræðimenn. Hannes heldur reyndar almennri umræðu og mjög fræðilegri aðskildri og er það kostur. Aftanmálsgreinar taka um fjörutíu síður og er þar vel til haga haldið tilvísunum og ítarefni. Aftanmálsgreinar eru einnig vettvangur fyrir athugasemdir og allra handa sparðatíning sem engir nema fræðimenn og áhugasömustu heimspekinemar hafa áhuga á - og er rétt að halda slíku efni aðgreindu frá meginmáli sem ætlað er breiðari lesenda- hópiÁ * í aftanmálsgreinum er margt sem vekur furðu og ærin tilefni til ágreinings þó ekki sé rétt að taka upp slíkt upp í ritdómi sem þessum, nema kannski eitt dæmi í neðanmálsgrein. Þannig fjallar Hannes t.d á mjög misjafnan hátt um þýðingar þeirra verka sem til umfjöllunar eru: Þýðing Eyjólfs Kjalars Emilsson á Ríkinu eftir Platón fær hörmulega einkunn hjá Hannesi og hefur hann raunar allt á homum sér með þýðingu og túlkun Eyjólfs á mörgu í kenningum Platóns. Þar skín í gegn bæði ósanngirni og pirringur sem á ekkert erindi í bók af þessu tagi. Sem dæmi má taka umfjöllun hans um ósamræmi milli hvort notað er ó eða o í Platón og Menón - milli útgáfna á t.d. Gorgíasi og Ríkinu (220 n. 15). Milli þessara útgáfna eru 14 ár og þýðandi hefur skipt um skoðun á þessum tíma. Þannig eru báðir meginþýðendur okkar íslendinga á grískum heimspekibókmenntum, þeir Eyjólfur Kjalar og Svavar Hrafn Svavarsson, á þeirri skoðun að rita beri „Platon“ - en ekki „Platón“, eins og lengst af hefur verið gert. Margir munur vera ósammála þeim Eyjólfi og Svavari, og í þeim hópi eru Hannes og sá sem hér skrifar. En það hefði verið eðlilegra að útskýra þetta álitamál og færa rök fyrir því að Platón „sé íslenskulegra" eins og Hannesi finnst, fremur en að gefa í skyn að þýðandinn sé ósamkvæmur sjálfum sér og því beri að gjalda varhuga við þýðingunum . - Þýðing Ásgríms Albertssonar á Furstanum fær einnig nokkuð slæma dóma og fylgja því nokkrar beinar athugasemdir sem virðast eiga rétt á sér. Þýðing Atla Harðarsonar á Ritgerð um ríkisvald fær hins vegar góðan dóm, sem „hin prýðilegasta, læsileg, traust, nákværn." (233 n.l) Einu ummælin um þýðingu Gests Guðmundssonar á Kommúnistaávarpi Marx og Engels er sú að þýðingin sé „læsileg, en ekki hnökralaus (242 n. 11) og nefnir Hannes fjögur afar lítilfjörleg atriði máli sínu til stuðnings. Loks ríkir algjör þögn um þýðingu Jóns Hnefils Aðalsteinssonar og Þorsteins Gylfasonar á Frelsinu eftir Mill. Þetta gefur tilefni til að velta enn fyrir sér tilgangi bókarinnar. Það væri mjög eðlilegt að víkja að gæðum þýðinganna, ef það vekti fyrir höfundi að aðstoða lesendur við lestur og skilning á þessum ritum. En til þess að ná þeim tilgangi befði þurft að fjalla um allar þýðingamar með sambærilegum máta og láta þess t.d. getið hvort þær væru góðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.