Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 27

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 27
Aftvennu illu 25 aristótelískan hugsunarhátt: þann að grunnstuðull alls siðferðis sé hið góða líf, ekki eins og við kjósum að bera okkar eigin sann á það heldur eins og það er í raun og veru vegna eðlis okkar sem náttúru- legrar tegundar. Þar gengur raunar ekki hnífurinn á milli Aristótelesar og Mills, sem er ástæðan fyrir því að ég, sem gamaldags nytjastefn- umaður, hef hingað til lofað dygðafræðin hátt og í hljóði! Sannarlega ber mönnum að rækta dygðir sínar; slíkt er raunar fyrsta ráðið í leiðarvísi Mills að hamingjuríku lífi. En nú hefur lofsöngurinn um dygðafræðin hljómað nokkuð lengi og þau smám saman sprengt af sér hnotskum nýstárleikans. Má ég því, þegar hér er komið sögu, gerast sá friðspillir að spyija hvort ekki sé þegar orðið fullgumað af kostum þeirra og kominn tími til að huga að göllunum? Áður en ég beiti öxi minni verð ég þó enn um sinn að fá að hopa til höggrúms. Ekki er fráleitt að líta svo á að skipta megi siðferði- legum sannindum í tvennt; annars vegar snúist þau um grunn siðferðisins sem sé gildiskenning um hið góða líf: hvað teljist gott eintak af manni og hvað ekki. í ímynduðum gnægtaheimi þar sem mannkynið allt væri ein samhent fjölskylda og hver einstaklingur elskaði náungann jafnt og sjálfan sig væru öll sannindin af þessum toga, snerust um samhjálp til þroska. í hinum raunverulega heimi takmarkaðra gæða og mismikils náungakærleiks spretta hins vegar fram sannindi af öðrum toga og sem oftar eru kennd við siðferði í hversdagslegri merkingu. Þau varða yfirbyggingu grunnsins:39 skipt- ingu lífsgæða og viðbrögð við hagsmunaárekstrum. í þessum raun- verulega heimi ætlum við siðferðiskenningum að ljá okkur svar við spumingunni hvaða ástæður við höfum til að breyta rétt gagnvart öðrum, og í framhaldinu lykil að réttum ákvörðunum, og þar búum við böm og unglinga undir lífsgönguna með því að innprenta þeim reglur um breytni: boð og bönn. Skemmst er frá að segja að ég þekki enga betri vegsögn um gmnn siðferðisins en gefin er í Siðfrœði Níkomakkosar eftir Aristóteles. Sú bók fjallar hins vegar að mjög litlu leyti um „yfirbygginguna“, er ég nefndi svo, enda er hún samin fyrir vel upp alið, siðlega þenkjandi fólk sem þegar hefur svaraö spumingunni hví það eigi að breyta rétt og öðlast nógu þroskað siðvit til að taka skynsamlegar ákvarðanir í 39 Hugtökin grunnur og yfirbygging eins og ég nota þau hér eiga vitaskuld ekkert skylt við „grunninn" og „yfirbygginguna" hjá Marx!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.