Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 28
26
Kristján Kristjánsson
ljósi fyrri reynslu. Viðbrögð Aristótelesar við klípusögum af því tagi
sem hér hafa verið ræddar yrðu væntanlega að ráðleggja okkur að fara
þar að fordæmi hins siðvitra40 - sem út af fyrir sig er ágætt ráð, en þó
undur lítil efnisleg leiðbeining fyrir þau okkar sem ekki höfum náð
slíkum þroska sjálf og viljum vita í hveiju hann felst. Raunar verður
að segja það leiða með ljúfu að þegar Aristóteles gefur okkur í
Stjórnspeki sinni skýr fyrirmæli um hvemig hátta eigi stjómskipun,
uppeldi, menntun og fleim þá sneyðist mjög um aðdáendur hans nú á
dögum. Kennaranemar mínir, uppveðraðir af döfnunarkenningunni úr
Siðfræðinni, fyllast til að mynda skelfilegum gmn um að Aristóteles
hafi verið hinn versti hóphyggjuhundur og karlrembusvín og Alasdair
Maclntyre heggur sem skjótast á tengslin við yfirbyggingu læriföður
síns með þeim orðum að engir af hollvinum hans frá heilögum
Tómasi fram til Maclntyres sjálfs geri nokkuð með það sem hann
sagði um þau efni.41
Grunnur dygðafræðanna, að svo miklu leyti sem hann er aristótel-
ískur, er vissulega traustur: farsælt líf er dygðugt líf, stefnumark
mannlífsins er þroskinn o.s.frv. En er yfirbyggingin óbrotgjamari en
hjá læriföðumum? Ekki er úr vegi að hyggja þar að beitingu dygða-
kenningarinnar nýju á tiltekið siðferðilegt úrlausnarefni, fóstur-
eyðingar, sem Rosalind Hursthouse hefur meðal annars skrifað um
langt mál.42 Hursthouse byijar á því að vísa út í ystu myrkur rökum
sem oft ber á góma í slíkri umræðu og snúast um meintan rétt kvenna
yfir eigin líkama og skil milli fósturs og persónu. Það sem máli
skipti sé ekki þetta heldur viðhorf hinnar þunguðu konu til fóstur-
eyðingarinnar, hvort hún velji hana með réttu hugarfari eða ekki.
Lýsir hugsunarháttur hennar löstum, svo sem kaldlyndi, léttúð og
gmnnhyggni, ellegar dygðum svo sem hófsemi, raunsæi (þar sem hún
eigi mörg böm fyrir; sé þegar að verða amma o.s.frv.) eða tryggð við
málefni sem hafi slíkt gildi að hún fái sig ekki til að stefna því í voða
40 Sjá ennfremur í „Virtue Theory and Abortion", bls. 231. Um vandann
að beita dómgreind án þess að hafa siðferðiskenningu að bakhjarh, sjá
stutta umræðu í ritgerð minni, „Hin tvísýna yfirvegun", Þroskakostir,
bls. 117.
41 Sjá „Plain Persons and Moral Philosophy... “, bls. 17.
42 Sjá bók hennar Beginning Lives (Oxford: Basil Blackwell, 1987) og
ritgerðina „Virtue Theory and Abortion“.