Hugur - 01.01.1996, Side 28

Hugur - 01.01.1996, Side 28
26 Kristján Kristjánsson ljósi fyrri reynslu. Viðbrögð Aristótelesar við klípusögum af því tagi sem hér hafa verið ræddar yrðu væntanlega að ráðleggja okkur að fara þar að fordæmi hins siðvitra40 - sem út af fyrir sig er ágætt ráð, en þó undur lítil efnisleg leiðbeining fyrir þau okkar sem ekki höfum náð slíkum þroska sjálf og viljum vita í hveiju hann felst. Raunar verður að segja það leiða með ljúfu að þegar Aristóteles gefur okkur í Stjórnspeki sinni skýr fyrirmæli um hvemig hátta eigi stjómskipun, uppeldi, menntun og fleim þá sneyðist mjög um aðdáendur hans nú á dögum. Kennaranemar mínir, uppveðraðir af döfnunarkenningunni úr Siðfræðinni, fyllast til að mynda skelfilegum gmn um að Aristóteles hafi verið hinn versti hóphyggjuhundur og karlrembusvín og Alasdair Maclntyre heggur sem skjótast á tengslin við yfirbyggingu læriföður síns með þeim orðum að engir af hollvinum hans frá heilögum Tómasi fram til Maclntyres sjálfs geri nokkuð með það sem hann sagði um þau efni.41 Grunnur dygðafræðanna, að svo miklu leyti sem hann er aristótel- ískur, er vissulega traustur: farsælt líf er dygðugt líf, stefnumark mannlífsins er þroskinn o.s.frv. En er yfirbyggingin óbrotgjamari en hjá læriföðumum? Ekki er úr vegi að hyggja þar að beitingu dygða- kenningarinnar nýju á tiltekið siðferðilegt úrlausnarefni, fóstur- eyðingar, sem Rosalind Hursthouse hefur meðal annars skrifað um langt mál.42 Hursthouse byijar á því að vísa út í ystu myrkur rökum sem oft ber á góma í slíkri umræðu og snúast um meintan rétt kvenna yfir eigin líkama og skil milli fósturs og persónu. Það sem máli skipti sé ekki þetta heldur viðhorf hinnar þunguðu konu til fóstur- eyðingarinnar, hvort hún velji hana með réttu hugarfari eða ekki. Lýsir hugsunarháttur hennar löstum, svo sem kaldlyndi, léttúð og gmnnhyggni, ellegar dygðum svo sem hófsemi, raunsæi (þar sem hún eigi mörg böm fyrir; sé þegar að verða amma o.s.frv.) eða tryggð við málefni sem hafi slíkt gildi að hún fái sig ekki til að stefna því í voða 40 Sjá ennfremur í „Virtue Theory and Abortion", bls. 231. Um vandann að beita dómgreind án þess að hafa siðferðiskenningu að bakhjarh, sjá stutta umræðu í ritgerð minni, „Hin tvísýna yfirvegun", Þroskakostir, bls. 117. 41 Sjá „Plain Persons and Moral Philosophy... “, bls. 17. 42 Sjá bók hennar Beginning Lives (Oxford: Basil Blackwell, 1987) og ritgerðina „Virtue Theory and Abortion“.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.