Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 67

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 67
Um list og fegurð 65 takmarka íhugun sína við listfegurð. Sem rök fyrir skoðun sinni nefnir hann að við sjáum ekki einungis fegurð í fögru málverki af konu, heldur einnig í fagurri konu. Hann vill þó ekki taka þátt í umræðu um það hvor tegundin sé upprunalegri enda verði það líklega ekki til annars en að ræða hvort hafi komið á undan hænan eða eggið. Þess í stað segir hann - og það líklega réttilega - að það sem máli skipti sé að varla sé til sú tegund hluta sem við getum ekki séð fegurð eða ljötleika í. Engu að síður fjallar þetta verk meira um listfegurð og því snýr Símon sér að því að gera grein fyrir henni. Hann segir heim listar- innar óendalegan að fjölbreytni og að hann geymi betur en nokkuð annað auðlegð mannlegrar reynslu. Efniviður allra lista sé tilfinninga- reynsla manna, hvaða tjáningarform sem listamaðurinn kann að velja sér. Þarna gerir Símon grein fyrir þeirri skoðun sinni að listgreinamar séu allar af sömu rót sprottnar, en að hver fegurðarsköpun sé einstök í sinni röð. Þetta verður svo alltaf meira og meira áberandi þegar líður á verkið því hann notar yfirleitt einstakar listgreinar sem samnefnara fyrir þær allar í rökfærslum sínum. Hlutverk fagurfræöinnar er því að gera okkur sem skýrasta grein fyrir fegurðarreynslu okkar. Fagurfræðin fæst við að skýra listskoðun sem listsköpun, listaverkin sjálf og að lokum kannar hún áhrif hins fagra á alla menningu okkar. Hún er hins vegar ekki vel til þess fallin að hafa bein áhrif á fegurðarreynslu okkar. Hún bætir ekki smekk okkar, en hún getur gert okkur skiljanlegar ástæður okkar fyrir þeim smekksdómum sem við fellum. Stmon segir að fagurfræðingurinn hafi það fram yfir „almúgamanninn“ - hvað sem Símon á nú við með því orði - að fagurfræðingurinn geti stutt mat sitt við rök. Hér kemur Símon að einu meginatriði fagurfræði sinnar. Það er að þótt fagurfræðingurinn geti fært rök fyrir dómum sínum, þá sé ekki hægt að leiða af þeim rökum reglur eða lögmál, sem svo má nota sem mælikvarða á fegurð. Þetta viðhorf hefur þó verið lífseigt í heim- spekisögunni allt frá því að menn fóru að sjóða saman reglur um sjónleiki upp úr skáldskaparfræðum Aristótelesar. Þó má líklega segja að þetta viðhorf hafi að mestu verið dottið upp fyrir þegar Símon ritar fyrirlestra sína og þannig hafi hann aðeins verið að fylgja viðtekinni skoðun hvað þetta málefni varðar. Fegurðin var talin birtast í svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.