Hugur - 01.01.1996, Side 80
78
Paul Edwards
hversvegna-spumingar réttilega viöfangsefni trúarbragða eða frumspeki
nema hvort tveggja sé. Þannig heldur breski geðlæknirinn David
Stafford-Clark því fram, í víðlesinni bók, að ruglingurinn milli
hvemig- og hversvegna-spuminga sé „kórvillan" á bak við „allt tal um
að það sé í raun og vem árekstur milli vísinda og trúar yfirleitt.“3
Sérstaklega er Freud sakaður um að gera þessa villu í andtrúarlegum
ritum sínum. Stafford-Clark er alls ekki á móti freudískri kenningu
þegar hún takmarkast við hvernig-spumingai um sálræn fyrirbæri.
Sálgreiningin er samt „langt frá því að geta upp á eigin spýtur svarað
einni einustu spumingu um það hversvegna maðurinn er þannig gerð-
ur að sálarlífið skuli vera eins og það er.“4 Þótt Stafford-Clark láti
hvað eftir annað í Ijós brennandi trú sína á Guð segir hann okkur ekki
hvemig trúin svari spumingunni hversvegna maðurinn er „gerður“
eins og raun er á. Hann mundi kannski svara henni á sömu nótum og
Newton svaraði svipaðri spurningu um sólina. „Hversvegna er einn
hnöttur í kerfi okkar hæfur til að gefa öllum hinum birtu og yl?“
Newton skrifaði í fyrsta bréfi sínu til Richards Bentleys: „Ég kann
enga skýringu aðra en þá að höfundi kerfisins hafi þótt það henta.“5
Ég hygg að almennt muni menn sammála um að þetta sé ekki mjög
burðug skýring.
Svipaðar skoðanir er að finna í ritum margra atvinnuheimspekinga.
Þannig segir Whitehead, í skrifum sínum um verk Newtons um
þyngdaraflið, að „hann (Newton) byrjaði glæsilega með því að
einangra spennuna sem þyngdarlögmál hans bendir til“. En Newton
„skildi ekki eftir neina vísbendingu um það hversvegna ætti yfirleitt
að vera nokkur spenna í eðli hlutanna.“6 Á svipaðan hátt lýsir Gilson
því yfir, þegar hann fjallar um takmarkanir raunvísindanna, að
„vísindamenn spyija sig aldrei að því hversvegna hlutir gerast heldur
hvemig þeir gerast ... Hversvegna nokkuð yfirleitt er til, það vita
vísindin ekki, einmitt vegna þess að þau geta ekki einusinni spurt
3 Psychiatry Today (Geðsjúkdómafræði nú á dögum), Harmondsworth,
1952, bls. 282.
4 Ibid., bls. 287.
5 Opera, London, 1779-1785, iv. bindi, bls. 429 o.á.
6 Modes ofThought (Hugsunarhættir), New York og Cambridge, 1938,
bls. 183-184.