Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 120
118
Ritdómar
Deilur heimspekinga hafa löngum snúist um aðgang okkar að
sannleikanum og þar er stjómmáláheimspekin engin undantekning. Sú
spuming er reyndar áleitin fyrir alla stjómmálaheimspekinga, hvort yfir
höfuð sé hægt að takast á við stjórnmálaheimspeki án þess að takast fyrst
á við þekkingarfræðina. Það virðist skynsamlegt í bók sem er ætluð
almenningi að ganga út frá ákveðnu sammæli um einhverja tegund
afstæðishygju eða þekkingarfræðilegs umburðarlyndis. Þetta er
skynsamlegt m.a. í sjósi þess pólitíska veruleika sem við búum við þar
sem því er þannig háttað að ef einhverjir hafa aðgang að hinum hreina,
djúpa, eilífa sannleika, þá em þeir snöggtum fleiri sem efast um þennan
aðgang og eru staðráðnir í að hindra einokun af því tagi sem stjómspeki
Platóns boðar.
Furstann eftir Machiavelli hafa menn löngum átt erfitt með að gera upp
við sig hvemig skilja bæri. Felur ritið í sér hagnýtar ráðleggingar sem
beinlínis vom hugsaðar handa Cesare Borgia, sem Machiavelli kann að
hafa viljað koma sér í mjúkinn hjá - með víðari skýrskotun og notagildi,
þannig að öðmm furstum mætti auðvelt vera að nýta sér heilræðin? Eða er
hér kannski á ferð fyrsta félagsfræðilega greiningin á því hvernig
stjómmál ganga í rauninni fyrir sig (eða önnur, ef menn vilja líta til
Aristótelesar í þessu tilliti)? Eða er hér á ferðinni háðsádeila á hvemig
málum var háttað á Ítalíu á tímum Machiavellis?
Við því á Hannes Hólmsteinn ekki einhlýtt svar, fremur en aðrir rit-
skýrendur, en það fer ekki framhjá honum hvaða áhrif þessi óljósi tónn
hafði stjórnmálaþáttöku Machiavellis sjálfs:
Nú höfðu örlögðin leikið dálaglega á þann mann, sem skrifað hafði
heila bók um það hveraig hugrakkir menn og óvflsamir gætu leikið á
örlögin: Fyrst var honum neitað um embætti, vegna þess að að
Medici-menn grunuðu hann um samúð með lýðsinnum, síðan höfn-
uðu lýðsinnar honum, af því að hann hefði unnið fyrir Medici-
ættina! (62)
Þessi skarpskygni á glettni örlaganna kemur þó ekki í veg fyrir afar
sérkennilegan og heiðin undirtón í umfjöllun Hannesar um þau efni sem
Machiavelli tekst á við (74—79). Góður orðstír er það „sem mest er um
vert“ (79) fyrir fursta og aðra stjómmálamenn, segir Hannes, og verður sú
hugsun honum tilefni til að víkja all nokkuð frá þeim skoðunum sem hann
hélt fram í kaflanum um Platón, að torvelt væri með sannleikann allan:
Sagan er hinn mikli dómari, sem á að sjá um, að menn fái makleg
málagjöld. Engin refsins er þyngri en sú að geta sér illt orð eftir
andlátið, hversu ljúft sem lífið sjálft hefur verið mönnum. (75)