Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 123

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 123
Ritdómar 121 en margur annar, því þögn, ráðleysi, yfirhylming og almennur velsaldómur þeirra sem lögðu einhveija merkingu í kenningu Karls Marx á þessari öld er slíkur hér á landi, að erfitt er að verjast þeirri sanníslensku hugsun að stuðningsmenn Marx hafi legið svo vel við höggi að freistingin að höggva þá í herðar niður hafi verið ómótstæðileg. Þar fyrir utan, fer Hannes á nokkurt flug í þessum kafla. Þannig er harla erfitt að vera annað en illvígur út í Engels, þegar maður les blaðagrein hans frá 10. september 1848, sem Hannes hefur grafið upp til stuðnings grafskriftinni: Norðurlandahugsjónin er ekkert annað en hrifning af hinni rudda- legu, óþrifnu, fomnorrænu sjóræningjaþjóð, sem gat ekki komið orðum að þeim óskapnaði hugsana og tilfinninga, sem steig upp úr sálardjúpum hennar, heldur gat aðeins sýnt hann með ruddalegum verkum sínum, með mddalegri framkomu við konur, sífelldu ölæði og með væmnisgráti og berserksgangi til skiptis ...“ (146) En í hveiju er þessi lýsing fráburgðin því sem t.d. Hrafn Gunnlaugsson hefur bmgðið upp af Norðurlandaþjóðum öllum á víkingatímum og hlotið fyrir nokkra frægð bæði hérlendis og í Skandinavíu? Rétt eins og Gerpla gat Halldóri Laxness frægð á sínum tíma. En það er önnur og óskyld saga þeirri sem hér er rakin. Yfirferð hans yfir þá sem hugsanlega væri hægt að spyrða saman við Marx eða einhveija af hans hugmyndum jaðrar við nomaveiðar; nánast allir kennarar Félagsvísindadeildar Háskóla íslands annað hvort koma beint við sögu, eða em fínlega gefnir í skyn. Þessi kjánalega árás á marxismann, sem er dauður en „vofa hans gengur bersýnilga enn ljósum logum - í háskólum á Vesturlöndum" (171) er svo baraaleg að það er fremur forleggjara en höfundi til vansa að svona skeyti séu með í bókinni. Þetta skaðar fyrst og fremst trúverðugleika höfundar sem fræðimanns - sem verður þama fyrir því óláni að gleyma sér í hlutverki dægurmálapennans og útgefandanum yfirsést. Heilsteyptasti og líklega besti kafli bókarinnar, er sá síðasti sem fjallar um Frelsið eftir John Stuart Mill. Kannski er ástæðan sú að skoðanir Hannesar em hvað skyldastar skoðunum Mills af þeim höfundum sem til umfjöllunar em í Hvar á maðurirtn heima? En eins og þeir vita sem þekkja til verka Mills, og kannski sérstaklega til Frelsisins, þá vilja margir þá Lilju kveðið hafa. Að þessu víkur Hannes og þá sérstaklega þeim túlkendum verka Mills sem hafa reynt að sýna fram á að hann væri hallur undir félagshyggju. Hannesi, eins og kannski fleirum frjálslyndum mönnum, hættir svolítið til að „kenna“ Harriet Taylor um áherslubreytingar hjá Mill á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.