Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 97
Hversvegm?
95
„Hversvegna er heimurinn til?“ og með „heiminum" er átt við allt
sem er í raun og veru til. í öllum venjulegum merkingum orðsins
„hversvegna“ er það svo að þegar við spyrjum um eitthvert X
hversvegna það gerist eða hversvegna það er það sem það er - hvort
sem X er ósigur hers, lungnakrabbatilfelli, stuldur á skartgrip eða
vélarbilun í bíl - gerum við ráð fyrir að það sé einhver hlutur eða
einhver skilyrði, annar en X, sem unnt sé að skýra það með. Við
vitum ekki hvað þessi annar hlutur er sem tengist X á viðeigandi hátt,
en ef ekki er hugsanlega hægt að fara út fyrir X og finna slíkan annan
hlut þá er ekkert vit í spumingunni. (Þessu verður að hnika lítið eitt
til svo að það sé nákvæmt. Ef við spyijum „hversvegna“ um ástand X
á tilteknum tíma þá getur svarið vissulega vísað til einhvers fyrra
ástands X. Þetta hefur ekki áhrif á umfjöllunarefni okkar hér þar sem,
í þeirri merkingu sem við emm að fjalla um, það að vísa til fyrra
ástands X er að fara út fyrir X.) Nú, ef við með „heiminum" eigum
við allt sem er til þá felur Xið í spurningunni „Hversvegna er
heimurinn til?“ svo mikið í sér að það er rökfræðilega ómögulegt að
finna neitt sem gæti tengst því sem við virðumst vera að leita
skýringa á með viðeigandi hætti. „Merking heimsins“, skrifaði
Wittgenstein, „hlýtur að liggja utan við heiminn“,37 en samkvæmt
skilgreiningu getur ekkert verið utan við heiminn. Heideggar, sem
forðast orðalagið „Hversvegna er heimurinn til?“ og grennslast í
staðinn fyrir um orsök das seiende - þess sem er eða hlutanna -, gerir
það engu að síður ljóst að das seiende „nær yfir allt, og þetta merkir
ekki aðeins allt sem er til í víðtækustu merkingu heldur einnig allt
sem nokkum tíma hefur verið til eða verður til“. „Spuming okkar",
skrifar hann litlu seinna, sennilega án þess að gera sér grein fyrir hvað
felst í þessari viðurkenningu, „nær svo langt að við getum aldrei farið
lengra“.38
Fyrir hvem þann sem gerir sér ekki fyllilega ljóst það sem við
getum kallað hina rökfræðilegu málfræði spumarorðsins „hversvegna“
er mjög auðvelt að skipta frá merkingarbærum hversvegna-
spurningum um tiltekna hluti til merkingarlausra hversvegna-
spuminga um heiminn. Sú mynd sem margir hafa af „heiminum“ sem
37 Tractatus Logico-Philosophicus, 6.41.
38 Heidegger, op. cit., bls 2.