Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 38

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 38
36 Vilhjálmur Ámason dráttum þeim greinarmuni sem oft er gerður á neikvæðu og jákvæðu frelsi.3 í tveim fyrstu hlutum þessa erindis ræði ég stuttlega almenn ein- kenni þessara tveggja viðhorfa til frelsisins. Ég færi rök að því að alvarlegir annmarkar séu á báðum þessum viðhorfum og að í hefð- bundinni orðræðu heimspekinnar sé frelsinu ekki gerð nægilega góð skil. í síðasta hlutanum geri ég tilraun til að benda í þá átt sem ég tel að fara megi til að auka frjósemi heimspekilegrar umræðu um frelsið og tengsl þess við réttindi einstaklingsins og markmið samfélagsins. I Lítum fyrst á það viðhorf að frelsið sé réttur einstaklingsins. Hina hefðbundnu framsetningu þessa viðhorfs er að finna í riti Johns Stuarts Mill um frelsið.4 Eins og Mill segir þar á fyrstu blaðsíðu er viðfangsefni þess „barátta frelsis og valds“, þ.e. „eðli og takmörk hins réttmæta valds þjóðfélagsins yfir einstaklingnum" (33). Mill afmarkar „hinn rétta vettvang mannlegs frelsis“ (48) og færir rök fyrir því að innan hans sé hverjum einstaklingi heimilt að hegða sér eins og honum sýnist svo fremi sem hann skaðar ekki aðra. „Heill og hamingja einstaklingsins sjálfs til líkama og sálar er ekki næg ástæða til frelsisskerðingar“ (45), segir Mill, og hafnar allri félagslegri forræðishyggju. í samræmi við þetta telur hann að mikilvægasta markmið samfélagsins sé að skapa skilyrði þess að sérhver einstaklingur geti þroskast eins og hugur hans stendur til. Borgaraleg réttindi öðlast gildi sitt í Ijósi þessa markmiðs. Afstaða Mills hefur einatt verið höfð sem dæmi um „neikvætt frelsi“, þar sem áherslan er á frelsi einstaklingsins undan afskiptum 3 Um þennan greinarmun sjá Isiah Berlin, Four Essays on Liberty (London: Oxford University Press 1969). Stytta útgáfu af frægri grein Berlins „Tvö hugtök um frelsi" er að finna í Heimspeki á tuttugustu öld, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, (Heims- kringla, Háskólaforlag Máls og menningar 1994), s. 157-168. 4 John Stuart Mill, Frelsið [On Liberty, London 1859], Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason þýddu, Hið íslenzka bókmenntafélag 1970. Vitnað er til ritsins með blaðsíðutölum innan sviga í meginmáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.