Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 113

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 113
Ritdómar 111 mannsævina? Þá er fomöldin bemska Evrópu. Því næst koma hinar löngu miðaldir - það er skólaganga Evrópu. En síðan kemur endurreisnin. Þá er hinn langi skóladagur liðinn, og hin unga Evrópa er full af tilhlökkun og óþreyju eftir að kasta sér út í lífið. Við getum kannski sagt að endurreisnin sé þegar Evrópa á fimmtán ára afmæli“ (s.182).10 Þegar öllu er á botninn hvolft, hafa þessar skýringar sennilega báðar sitthvað til síns máls og niðurstaðan er að Gaarder kom fram með rétta bók á réttum tíma. Hann hófst handa við verk sitt þar sem aðgengilega heimspekisögu fyrir unglinga og almenning skorti. Það er einstakt og bráðsnjallt að klæða sögu heimspekinnar í þann búning sem Gaarder gerir. Ég veit að Veröld Soffíu höfðar til margra fullorðinna lesenda, sem hér fá tækifæri til að kynnast sögu heimspekinnar á nýjan og spennandi hátt. Nýlega ræddi t.d. við mig rithöfundur sem sagðist hafa lesið bókina af ákafa, sagði hann lesturinn hafa lokið ýmsum hugmyndum upp fyrir sér - aðili honum nákominn gafst hins vegar upp eftir fyrstu 30 síðurnar. Nokkrir eldri nemenda minna í Heimspekiskólanum hafa lesið söguna, viðbrögð þeirra eru á þá lund, að auðvitað muni þeir ekki allt sem standi í bókinni, en hún hafi samt auðveldað þeim að skilja ýmislegt betur. Yngsti lesandinn sem ég veit um er 10 ára en það heyrir sennilega til undan- tekninga að svo ungir lesendur ráðist á svo mikinn doðrant. í vetur sem leið notaði ég Veröld Soffíu á námskeiði með 13-15 ára unglingum. Kennslan fór þannig fram að sagan var í bakgrunni, þ.e. í hana var leitað eftir ráðgátum, sem síðar voru rökræddar á staðnum. Þetta gekk ágætlega hvað varðar fyrsta hluta bókarinnar, að vísu með þeim fyrirvara að ég samdi og leitaði spurningaraða og verkefna annars staðar.H Þegar á leið söguna og fræðslan rann ein og viðstöðulaust fram gafst ég upp. Námskeið Heimspekiskólans eru samræðunámskeið og til að fræðslubókin henti til samræðna þarf kennari að leggja töluvert á sig. Námsefni Lipmans hentar mun betur til kennslu með samræðusniði en Veröld Soffíu hentar hins vegar betur, í heildina séð, til fræðslu en þjálfunar hugans. Það mælir ekkert á móti því að nota þetta efni jöfnum höndum, ég er þess fullviss að Veröld Soffíu er gott framhald og ítarefni * ® Hér er á ferðinni ágætt dæmi um leikni í að fella frásögn í merkingar- bæra heild. Mér finnst mjög skorta á að viðeigandi kröfur séu gerðar til kennara og nemenda hvað það varðar. Sjá nánar um grunn- leiknisvið heimspekilegrar hugsunar í grein minni „Heimspeki með börnum og unglingum". Hugur, 5. ár 1992. * * * Spurningar og verkefni úr kennsluleiðbeiningum Lipmans falla víða ágætlega að sögunni. Þrautin er að finna viðeigandi verkefni við sögukaflana í Soffíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.