Hugur - 01.01.1996, Síða 113
Ritdómar
111
mannsævina? Þá er fomöldin bemska Evrópu. Því næst koma hinar löngu
miðaldir - það er skólaganga Evrópu. En síðan kemur endurreisnin. Þá er
hinn langi skóladagur liðinn, og hin unga Evrópa er full af tilhlökkun og
óþreyju eftir að kasta sér út í lífið. Við getum kannski sagt að endurreisnin
sé þegar Evrópa á fimmtán ára afmæli“ (s.182).10
Þegar öllu er á botninn hvolft, hafa þessar skýringar sennilega báðar
sitthvað til síns máls og niðurstaðan er að Gaarder kom fram með rétta bók
á réttum tíma. Hann hófst handa við verk sitt þar sem aðgengilega
heimspekisögu fyrir unglinga og almenning skorti. Það er einstakt og
bráðsnjallt að klæða sögu heimspekinnar í þann búning sem Gaarder gerir.
Ég veit að Veröld Soffíu höfðar til margra fullorðinna lesenda, sem hér
fá tækifæri til að kynnast sögu heimspekinnar á nýjan og spennandi hátt.
Nýlega ræddi t.d. við mig rithöfundur sem sagðist hafa lesið bókina af
ákafa, sagði hann lesturinn hafa lokið ýmsum hugmyndum upp fyrir sér -
aðili honum nákominn gafst hins vegar upp eftir fyrstu 30 síðurnar.
Nokkrir eldri nemenda minna í Heimspekiskólanum hafa lesið söguna,
viðbrögð þeirra eru á þá lund, að auðvitað muni þeir ekki allt sem standi í
bókinni, en hún hafi samt auðveldað þeim að skilja ýmislegt betur. Yngsti
lesandinn sem ég veit um er 10 ára en það heyrir sennilega til undan-
tekninga að svo ungir lesendur ráðist á svo mikinn doðrant.
í vetur sem leið notaði ég Veröld Soffíu á námskeiði með 13-15 ára
unglingum. Kennslan fór þannig fram að sagan var í bakgrunni, þ.e. í
hana var leitað eftir ráðgátum, sem síðar voru rökræddar á staðnum. Þetta
gekk ágætlega hvað varðar fyrsta hluta bókarinnar, að vísu með þeim
fyrirvara að ég samdi og leitaði spurningaraða og verkefna annars
staðar.H Þegar á leið söguna og fræðslan rann ein og viðstöðulaust fram
gafst ég upp. Námskeið Heimspekiskólans eru samræðunámskeið og til að
fræðslubókin henti til samræðna þarf kennari að leggja töluvert á sig.
Námsefni Lipmans hentar mun betur til kennslu með samræðusniði en
Veröld Soffíu hentar hins vegar betur, í heildina séð, til fræðslu en
þjálfunar hugans. Það mælir ekkert á móti því að nota þetta efni jöfnum
höndum, ég er þess fullviss að Veröld Soffíu er gott framhald og ítarefni
* ® Hér er á ferðinni ágætt dæmi um leikni í að fella frásögn í merkingar-
bæra heild. Mér finnst mjög skorta á að viðeigandi kröfur séu gerðar
til kennara og nemenda hvað það varðar. Sjá nánar um grunn-
leiknisvið heimspekilegrar hugsunar í grein minni „Heimspeki með
börnum og unglingum". Hugur, 5. ár 1992.
* * * Spurningar og verkefni úr kennsluleiðbeiningum Lipmans falla víða
ágætlega að sögunni. Þrautin er að finna viðeigandi verkefni við
sögukaflana í Soffíu.