Hugur - 01.01.1996, Page 116
114
Ritdórmr
þær reginskyssur að framlag hans verði dautt og ómerkt. Gaarder rembist
ekki við bókvitið eitt, hann hefur skrifað kennslubók sem varpar af sér
leiðindaoki hefðbundinna kennslubóka. Veröld Sofflu^ * er fagnaðarefni
og gleðjast ber yfrr velgengni hennar, sem er til marks um vaxandi byr
heimspekinnar sjálfrar.
Hreinn Pálsson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hvar á maðurinn heima?
Fimm kaflar í sögu
stj ómmálakenninga
Hið íslenska bókmenntafélag, 1994. 263 bls.
Markmið höfundar í þessari bók er að greina og gagnrýna fimm höfuðrit
stjórnmálaheimspekinnar: Ríkið eftir Platón, Furstann eftir Machiavelli,
Ritgerð um ríkisvald eftir John Locke, Kommúnistaávarpið eftir Marx og
Engels og Frelsið eftir John Stuart Mill. Það er mikill kostur, eins og
höfundur víkur að í stuttum inngangi, að öll þessi rit eru til í íslenskri
þýðingu. Bók sem þessi er því til þess fallin að ýta undir fræðilega
umræðu um sögu og þróun stjómmálaheimspekinnar á íslensku - og ber að
fagna því framtaki. Einnig er ánægjulegt að sjá fræðimann sem jafnframt
er mjög virkur þátttakandi í daglegum stjómmálaþrætum af margvíslegu
tagi gera tilraun til að tengja saman söguna og þau mál sem brenna á
samtíðarmönnum hans.
Þessi bók er ekki heildstætt rit í þeim skilningi að það hafi verið samið
sem ein heild. Hún er sama marki brennd og nær öll íslensk heimspeki-
útgáfu síðustu árin; heildstæð verk eru fá, en greinasöfnin því fleiri að
ótöldum þýðingum, sem auðvitað eru hin mestu þarfaverk. Hvað veldur,
tiltölulega ungur aldur flestra fræðimanna á þessu sviði, bág kjör þeirra,
eða skortur á þeirri ögun sem stærri fræðilegar úttektir krefjast, skal ósagt
látið - en vonandi stendur þetta allt til bóta.
21
Nýlega sá ég á Intemetinu að til stendur að klæða Soffíu og veröld
hennar í margmiðlunarbúning.