Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 26
24
Kristján Kristjánsson
nefnt svo - því að dafna sem persóna. En forsvarsmenn dygða-
kenningar nútímans kjósa fremur að litið sé á hana sem þriðja kost-
inn, enda er þeim ami að löguneytinu með nytjastefnu og öðrum
hefðbundnum leikslokakenningum sem þeir hafa yfirleitt mikinn
ímigust á. Rökin fyrir sérstöðunni gætu verið þau að ekki sé kveðið á
um að rétt breytni stuðli endilega að hinu góða, dygðunum, heldur
fremur að hún sé í samræmi við þær og einnig hitt að ekki sé farið
fram á að hið góða sé „hámarkað“, þ.e. aukið í heild í hvert sinn sem
breytt er, eins og viðtekið er í leikslokakenningum. Hvorugt breytir
þó því að dygðafræðingamir sigla nær brirni leiksloka en boðum
lögmáls.
Það var ekki að ástæðulausu að ég lofaði Þorstein Gylfason hér
áðan fyrir að hafa kynnt nýju dygðafræðin fyrir okkur íslendingum.
Kenningamar sem dygðafræðin þokuðu um set voru nefnilega hálf-
gerðir dvergar, þótt þær vörpuðu löngum skuggum á vettvangi sið-
fræðinnar. ítalskt máltæki segir að þegar dvergar varpi löngum
skuggum sé komið sólsetur - og á þessum tíma var sól siðfræðinnar
nær hnigin til viðar: Blóðlaus nytjastefna af því hughyggjukyni er ég
frábað mér hér að framan glímdi við lögmálskenningar án löggjafa og
afstæðiskennda fjölhyggju, liberalisma. Afsprengið var siðferðilegur
dvergakór sem gat ekki einu sinni svarað því af viti hvers vegna böm
ættu að ganga í skóla og verða aö mönnum; skýrt dæmi þess er að
finna á öðmm stað í fyrmefndu greinasafni.37 Dygðafræðunum varð
gott til liðs meðal heimspekinga, einkum ungra heimspekinga, vegna
þess að þau vom einfaldlega svo miklu betri en það sem boðið hafði
verið upp á langa hríð.
Maclntyre hefur án efa á réttu að standa er hann segir að megi á
annað borð tala um einhveija heilbrigða siðferðiskennd alþýðufólks þá
sé hún umfram allt aristótelísk: snúist um spurninguna hvað sé „hollt
manni“.38 Mergurinn málsins er sá að postular dygðafræðanna eiga
einkum hrós skiliö fyrir að hjálpa okkur að endurheimta fornan
37 Sjá Gutmann, A., „Til hvers að ganga í skóla? Menntun frá sjónarhóli
nytjastefnu og réttarhyggju" (þýð. Róbert Jack), Heimspeki á
tuttugustu öld.
oo
Maclntyre, A., „Plain Persons and Moral Philosophy: Rules, Virtues
and Goods“, American Catholic Philosophical Quarterly, 66 (1992),
bls. 3.