Hugur - 01.01.1996, Page 42
40
Vilhjálmur Ámason
Þetta mætti kalla áherslu á frelsi fjöldans sem félagslegt markmið, oft
kallað „hið fijálsa þjóðfélag“, sem væri þá mótvægið við áhersluna á
frelsisréttindi einstaklingsins. Mill hlotnaðist sá heiður að kynna
okkur fijálshyggjuna, og við skulum leyfa Karli Marx að vera fyrsti
talsmaður jafnaðarstefnunnar.13 Ekki vegna þess að hann hafi lagt
grunninn að henni heldur vegna þess að hann hefur sett hana fram á
róttækastan hátt.
„Marx leit á frelsið sem sjálfsstjóm, að leggja eigið sjálf og helstu
hlutverk þess undir meðvitaða og skynsamlega ákvörðun sína,“ skrifar
Allen Wood í prýðilegri bók sinni um Marx.14 Hvað þetta snertir á
Marx fyllilega heima í hópi heimspekinga á borð við Platon,
Spinoza, Rousseau, Kant og Hegel, sem litu svo á að gildi frelsisins
lægi fyrst og fremst í skynsamlegri sjálfstjórn og siðferðilegu
sjálfræði.15 Það sem gerir afstöðu Marx sérstaklega áhugaverða í
þessu samhengi em þær þjóðfélagsályktanir sem hann dregur af þessu
viðhorfi. Kenningar hans ganga að miklu leyti út á að sýna fram á
hvaða félagslegu skilyrði em nauðsynleg til þess að frelsi í skilningn-
um sjálfræði geti orðið að veruleika. Ályktanir hans af þessum
hugmyndum kallast á við hina þijá annmarka fijálshyggjunnar sem ég
lýsti hér að framan.
í fyrsta lagi virðist sem hugmynd Marx um manninn sé gerólík
þeirri einstaklingshyggju sem er samgróin fijálshyggjunni. í augum
Marx er maðurinn „heild félagslegra afstæðna“ og þess vegna er að
hans mati tilgangslaust að líta á frelsið í ljósi einangraðra einstaklinga
og sértækra réttinda þeirra. „Vegna þess að frelsið krefst þess, að mati
Marx, að félagslegar afstæður manna séu framleiddar með fullri vitund
[...] er aðeins hægt að öðlast það í samfélagi við aðra en ekki með
13 Ég vek athygli á að hér nota ég orðið jafhaðarstefna yfir margvíslegar
kenningar þar sem áherslan er á frelsið sem félagslegt markmið fremur
en einstaklingsréttindi.
14 Allen Wood, Karl Marx (London: Routledge & Kegan Paul 1981), s.
51. í þessum orðum birtist vel jákvætt frelsi í skilningi Berlins: „...
hinn jákvæði skilningur frelsis kemur í ljós ef við reynum ekki að
svara spumingunni „Hvað leyfist mér að gera eða vera?“ heldur „Hver
stjómar mér?“ eða „Hver ákveður hvað mér leyfist eða leyfist ekki að
vera eða gera?“,“ Heimspeki á tuttugustu öld, s. 164-165.
15 í samræmi við þetta kalla ég jákvætt frelsi „þroskafrelsi" í Siðfrœði
lífs og dauða, s. 94.