Hugur - 01.01.1996, Side 72

Hugur - 01.01.1996, Side 72
70 Henry Alexander Henrysson er einmitt ein helsta röksemd Síínonar - og gegnsýrir raunar allan 4. kafla - að list sem sköpuð sé með tilgang og markmið í huga sé gervilist og kallist því eitthvað annað. Við höfum þannig ekkert yndi af því sem fagurt er ef listin er þjónn einhvers markmiðs. Þarna held ég að Símon einfaldi málið of mikið og að það sé beinlínis villandi að gera listina að þjóni markmiðs, enda þótt listamaðurinn hafi það í huga. Raunar held ég að spurningin um mismun listar og tækni sé ekki mjög aðkallandi í þessum skilningi. Eina leiðin til þess að bera þessi tvö hugtök saman er að mínu mati sú að bera saman listrænt gildi og tækniverk í hveiju einstöku sköp- unarverki og skera þannig úr um muninn. Sú leið sem Símon velur eftir fyrirmynd Collingwoods er aftur á móti aðeins til þess fallin að menn lendi í mótsögnum eða ýmsum erfiðleikum eins og ég rakti hér á undan. Enda er Símon ekki alveg sjálfum sér samkvæmur í fram- haldi bókarinnar þegar hann talar um markmið góðrar listar, án þess að setja þar nokkra fyrirvara á. List og eftirlíking í fimmta kafla tekur hann fyrir spurninguna hvort list eigi að vera eftirlíking einhvers. Hann svarar þeirri spurningu strax neitandi á svipuðum forsendum og hann neitar því að list sé tækni og segir að eftirlíkingin sé ekki frumleg listræn tjáning. En Símon telur þessa spurningu samt sem áður vera mjög aðkallandi vegna þess hversu djúpt hún hefur fest rætur í hugsunarhætti almennings. í þessari umræðu skiptir sérstaða einstakra listgreina máli, þar sem ein þeirra sker sig töluvert úr, þ.e.a.s. myndlistin, þar sem hún þarf helst að finna fyrir eftirlíkingarkröfu almennings. Tónlist og byggingarlist þurfa, svo dæmi sé tekið, almennt að þola allt aðrar kröfur af hendi almennings, en að þær eigi að líkja eftir náttúrunni eða öðrum fyrir- myndum. í samræmi við þann tíðaranda, sem Símon flutti fyrirlestrana við, ræðir hann gagnrýni fólks á abstraktmálverkið, sem var þá hvað mest að koma fram á íslandi. Hann segir að öll list hljóti að vera að meira eða minna leyti óhlutstæð þar sem hún sértekur ýmsar eigindir einstakra hluta. Annars væri ekki um listræna tjáningu að ræða. Þessi tjáning byggir á sértekningu og það eru engar reglur til um - og verða ekki til um - hversu mikil og víðtæk þessi sértekning má vera til þess að listaverkið glati tjáningargildi sínu. Aðeins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.