Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 24

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 24
22 Kristján Kristjánsson hversu miklir aðrir hagsmunir sem væru í húfi af sama tagi og gera okkur hugsjónina kæra.28 Víst er að Sophie átti ekki margar gleðistundir eftir að hún lét annað barnið sitt í hendur nasistunum. En hver var hinn kosturinn? Hefði sjálfsvirðingu hennar og þreki verið betur borgið ef hún hefði sent bæði bömin í opinn dauðann með því að neita að benda á annað: með aðgerðaleysinu, þögninni? Satt best að segja kemst ég ekki svo mjög við af hlutskipti Sophie sem tilhugsuninni um hitt hvílíkar vítiskvalir hún hefði mátt þola ef hún hefði kosið feigð á bæði með því að velja ekki - en velja þó. IV Fyrir um tuttugu árum hóf ný siðferðiskenning að brjótast fram með slíku fossafli að hrikti í gömlum flóðgörðum, og var brátt nefnd dygðafræði eða dygðakenning.29 Ég man ekki til að hafa fyrr lagt eyru við fræðum þessum en að nöfn þeirra stallsystra Foot og Anscombe bæri á góma enda má líta á þær sem nokkurs konar árgala dygða- kenningarinnar. Hjá hvomgri var hún þó upphaflega sett fram sem fullburða kenning heldur fremur sem upprifjun og áhnykking fornra hugmynda, einkum aristótelískra, um höfuðþætti mannlegs siðferðis, dygðir og lesti, er horfið höfðu í skuggann í sögu siðfræðinnar. Það hefur fremur dæmst á aðra heimspekinga, svo sem Alasdair Maclntyre og Rosalind Hursthouse, að ljá þessum fræðum klæði siðferðis- kenningar, gera þau að „verðugum keppinaut" annarra slíkra, eins og Einar Logi Vignisson kemst að orði í formála sínuin að þýðingu á grein eftir Hursthouse.30 Þorsteini Gylfasyni ber sérstakt þakklætis- vitni fyrir að hafa fyrstur manna, að ég hygg, borið neistann frá þeim Foot og Anscombe til íslands og kveikt áhugann hjá fólki hér með ritgerðum á ofanverðum 8. áratugnum.31 Neistinn varð að slíku báli að í nýlegu safni þýddra merkisgreina í heimspeki, sem íslenskir 28 Sjá ítarlegri umræðu mína um þetta efni í „Nytjastefnunni", bls. 85- 91. 29 Á ensku „virtue ethics“, „virtue-based etbics" eða „virtue theory". 30 Heimspeki á tuttugustu öld, bls. 268. 31 „Að gera og að vera... “ og „Lflcnardráp".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.