Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 24
22
Kristján Kristjánsson
hversu miklir aðrir hagsmunir sem væru í húfi af sama tagi og gera
okkur hugsjónina kæra.28
Víst er að Sophie átti ekki margar gleðistundir eftir að hún lét
annað barnið sitt í hendur nasistunum. En hver var hinn kosturinn?
Hefði sjálfsvirðingu hennar og þreki verið betur borgið ef hún hefði
sent bæði bömin í opinn dauðann með því að neita að benda á annað:
með aðgerðaleysinu, þögninni? Satt best að segja kemst ég ekki svo
mjög við af hlutskipti Sophie sem tilhugsuninni um hitt hvílíkar
vítiskvalir hún hefði mátt þola ef hún hefði kosið feigð á bæði með
því að velja ekki - en velja þó.
IV
Fyrir um tuttugu árum hóf ný siðferðiskenning að brjótast fram með
slíku fossafli að hrikti í gömlum flóðgörðum, og var brátt nefnd
dygðafræði eða dygðakenning.29 Ég man ekki til að hafa fyrr lagt eyru
við fræðum þessum en að nöfn þeirra stallsystra Foot og Anscombe
bæri á góma enda má líta á þær sem nokkurs konar árgala dygða-
kenningarinnar. Hjá hvomgri var hún þó upphaflega sett fram sem
fullburða kenning heldur fremur sem upprifjun og áhnykking fornra
hugmynda, einkum aristótelískra, um höfuðþætti mannlegs siðferðis,
dygðir og lesti, er horfið höfðu í skuggann í sögu siðfræðinnar. Það
hefur fremur dæmst á aðra heimspekinga, svo sem Alasdair Maclntyre
og Rosalind Hursthouse, að ljá þessum fræðum klæði siðferðis-
kenningar, gera þau að „verðugum keppinaut" annarra slíkra, eins og
Einar Logi Vignisson kemst að orði í formála sínuin að þýðingu á
grein eftir Hursthouse.30 Þorsteini Gylfasyni ber sérstakt þakklætis-
vitni fyrir að hafa fyrstur manna, að ég hygg, borið neistann frá þeim
Foot og Anscombe til íslands og kveikt áhugann hjá fólki hér með
ritgerðum á ofanverðum 8. áratugnum.31 Neistinn varð að slíku báli
að í nýlegu safni þýddra merkisgreina í heimspeki, sem íslenskir
28 Sjá ítarlegri umræðu mína um þetta efni í „Nytjastefnunni", bls. 85-
91.
29 Á ensku „virtue ethics“, „virtue-based etbics" eða „virtue theory".
30 Heimspeki á tuttugustu öld, bls. 268.
31 „Að gera og að vera... “ og „Lflcnardráp".