Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 58

Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 58
56 Atli Harðarson Við fyrstu sýn kann svarið að virðast jákvætt. Er ekki augljóst að ef meira en helmingur einstaklinganna vill x fremur en y þá sé x ofar en y í forgangsröð hópsins og ef þeir sem taka x fram yfir y eru jafn margir og þeir sem vilja y fremur en x þá séu x og y á sama stað í forgangsröð hópsins? Jú þetta kann að virðast svona við fyrstu sýn. En eigi að vera hægt að tala um forgangsröð hóps þá hlýtur hún að uppfylla tvö lágmarksskilyrði sem Arrow kallar frumsetningar númer eitt og tvö. Fl. Um hverja tvo kosti xogy gildir eitt afþrennu: x er framan við y íforgangsröðinni, y er framan við x eða xogy eru jafnframarlega. F2. Ef xer framar en y í forgangsröðinni og y er framar en zþá er x framar en z. Um þessar frumsetningar þarf tæpast að deila. Þær eru svo augljósar að fæstum dytti í hug að hafa orð á þeim. En þótt F1 og F2 séu augljóslega sannar um hvaðeina sem hægt er með réttu að kalla forgangsröð þá er allt annað en augljóst að hægt sé að uppfylla skil- yrðið sem felst í F2. Hugsum okkur til dæmis að hópur þriggja manna þurfi að gera upp á milli þriggja kosta. Köllum mennina Ara, Bjarna og Ceres og kostina sem um ræðir x, y og z. Gerum nú ráð fyrir að: forgangsröð Ara sé x-y-z; forgangsröð Bjama sé y-z-x; forgangsröð Ceresar sé z-x-y. í þessum hópi vill meirihluti (þ.e. Ari og Ceres) x fremur en y. Meirihluti (þ.e. Ari og Bjami) vill y fremur en z og loks er meirihluti (þ.e. Bjami og Ceres) fylgjandi því að taka z fram yfir x. Við getum því ekki haldið því fram að einn kostur sé öðrum framar í forgangsröð hóps þótt hann sé framar í forgangsröð meira en helmings þeirra einstaklinga sem mynda hópinn því þá sitjum við upp með þá fáránlegu niðurstöðu að x geti verið framar en y, yframar enzog z framar en x í forgangsröð hópsins. Þessi niðurstaða er stundum kölluð þverstæða Condorcets. Hún ein ætti að duga til að vekja efasemdir um að til sé fall sem reiknar forgangsröð hóps út frá forgangsröð einstaklinganna í honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.