Hugur - 01.01.1996, Page 38
36 Vilhjálmur Ámason
dráttum þeim greinarmuni sem oft er gerður á neikvæðu og jákvæðu
frelsi.3
í tveim fyrstu hlutum þessa erindis ræði ég stuttlega almenn ein-
kenni þessara tveggja viðhorfa til frelsisins. Ég færi rök að því að
alvarlegir annmarkar séu á báðum þessum viðhorfum og að í hefð-
bundinni orðræðu heimspekinnar sé frelsinu ekki gerð nægilega góð
skil. í síðasta hlutanum geri ég tilraun til að benda í þá átt sem ég tel
að fara megi til að auka frjósemi heimspekilegrar umræðu um frelsið
og tengsl þess við réttindi einstaklingsins og markmið samfélagsins.
I
Lítum fyrst á það viðhorf að frelsið sé réttur einstaklingsins. Hina
hefðbundnu framsetningu þessa viðhorfs er að finna í riti Johns
Stuarts Mill um frelsið.4 Eins og Mill segir þar á fyrstu blaðsíðu er
viðfangsefni þess „barátta frelsis og valds“, þ.e. „eðli og takmörk hins
réttmæta valds þjóðfélagsins yfir einstaklingnum" (33). Mill afmarkar
„hinn rétta vettvang mannlegs frelsis“ (48) og færir rök fyrir því að
innan hans sé hverjum einstaklingi heimilt að hegða sér eins og
honum sýnist svo fremi sem hann skaðar ekki aðra. „Heill og
hamingja einstaklingsins sjálfs til líkama og sálar er ekki næg ástæða
til frelsisskerðingar“ (45), segir Mill, og hafnar allri félagslegri
forræðishyggju. í samræmi við þetta telur hann að mikilvægasta
markmið samfélagsins sé að skapa skilyrði þess að sérhver
einstaklingur geti þroskast eins og hugur hans stendur til. Borgaraleg
réttindi öðlast gildi sitt í Ijósi þessa markmiðs.
Afstaða Mills hefur einatt verið höfð sem dæmi um „neikvætt
frelsi“, þar sem áherslan er á frelsi einstaklingsins undan afskiptum
3 Um þennan greinarmun sjá Isiah Berlin, Four Essays on Liberty
(London: Oxford University Press 1969). Stytta útgáfu af frægri grein
Berlins „Tvö hugtök um frelsi" er að finna í Heimspeki á tuttugustu
öld, ritstj. Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, (Heims-
kringla, Háskólaforlag Máls og menningar 1994), s. 157-168.
4 John Stuart Mill, Frelsið [On Liberty, London 1859], Jón Hnefill
Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason þýddu, Hið íslenzka
bókmenntafélag 1970. Vitnað er til ritsins með blaðsíðutölum innan
sviga í meginmáli.