Hugur - 01.01.1996, Side 27
Aftvennu illu
25
aristótelískan hugsunarhátt: þann að grunnstuðull alls siðferðis sé hið
góða líf, ekki eins og við kjósum að bera okkar eigin sann á það
heldur eins og það er í raun og veru vegna eðlis okkar sem náttúru-
legrar tegundar. Þar gengur raunar ekki hnífurinn á milli Aristótelesar
og Mills, sem er ástæðan fyrir því að ég, sem gamaldags nytjastefn-
umaður, hef hingað til lofað dygðafræðin hátt og í hljóði! Sannarlega
ber mönnum að rækta dygðir sínar; slíkt er raunar fyrsta ráðið í
leiðarvísi Mills að hamingjuríku lífi. En nú hefur lofsöngurinn um
dygðafræðin hljómað nokkuð lengi og þau smám saman sprengt af sér
hnotskum nýstárleikans. Má ég því, þegar hér er komið sögu, gerast
sá friðspillir að spyija hvort ekki sé þegar orðið fullgumað af kostum
þeirra og kominn tími til að huga að göllunum?
Áður en ég beiti öxi minni verð ég þó enn um sinn að fá að hopa
til höggrúms. Ekki er fráleitt að líta svo á að skipta megi siðferði-
legum sannindum í tvennt; annars vegar snúist þau um grunn
siðferðisins sem sé gildiskenning um hið góða líf: hvað teljist gott
eintak af manni og hvað ekki. í ímynduðum gnægtaheimi þar sem
mannkynið allt væri ein samhent fjölskylda og hver einstaklingur
elskaði náungann jafnt og sjálfan sig væru öll sannindin af þessum
toga, snerust um samhjálp til þroska. í hinum raunverulega heimi
takmarkaðra gæða og mismikils náungakærleiks spretta hins vegar
fram sannindi af öðrum toga og sem oftar eru kennd við siðferði í
hversdagslegri merkingu. Þau varða yfirbyggingu grunnsins:39 skipt-
ingu lífsgæða og viðbrögð við hagsmunaárekstrum. í þessum raun-
verulega heimi ætlum við siðferðiskenningum að ljá okkur svar við
spumingunni hvaða ástæður við höfum til að breyta rétt gagnvart
öðrum, og í framhaldinu lykil að réttum ákvörðunum, og þar búum
við böm og unglinga undir lífsgönguna með því að innprenta þeim
reglur um breytni: boð og bönn.
Skemmst er frá að segja að ég þekki enga betri vegsögn um gmnn
siðferðisins en gefin er í Siðfrœði Níkomakkosar eftir Aristóteles. Sú
bók fjallar hins vegar að mjög litlu leyti um „yfirbygginguna“, er ég
nefndi svo, enda er hún samin fyrir vel upp alið, siðlega þenkjandi
fólk sem þegar hefur svaraö spumingunni hví það eigi að breyta rétt
og öðlast nógu þroskað siðvit til að taka skynsamlegar ákvarðanir í
39 Hugtökin grunnur og yfirbygging eins og ég nota þau hér eiga
vitaskuld ekkert skylt við „grunninn" og „yfirbygginguna" hjá Marx!