Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 70
68
Henry Alexander Henrysson
töluverðir árekstrar urðu milli listamanna og almennings vegna þess
hvernig átti að túlka náttúru hins unga lýðveldis. í hveiju fegurð
Fjallkonunnar væri fólgin virtist vera mönnum óþrjótandi umræðu-
efni.
Símon tekur strax ákveðna afstöðu í þessu máli þegar hann segir
eitthvað á þá leið að nútíma fagurfræðingar séu flestir á því máli að
list sé ekki fólgin í eftirlíkingu og að hún geti aldrei orðið nákvæm
eftiriíking náttúrunnar. Hins vegar njótum við náttúrufegurðar á sama
hátt og listfegurðar, enda sé enginn eðlismunur á þessari tvenns konar
reynslu. Það sem fólk verður hins vegar að gera sér grein fyrir er að
þetta eru tvenns konar fyrirbæri. Þ.e.a.s. að við höfum eins konar
reynslu af tvenns konar fyrirbærum. Það er því aðeins að menn hafi
gert sér þetta atriði ljóst sem þeir geta skilið að menn þurfa ekki alltaf
að velja Fjallkonuna í sínu fínasta pússi til þess að skapa fagurt
listaverk. Listaverk er ekki og á ekki að vera staðgengill, eftirlíking
eða spegilmynd náttúrunnar, heldur persónuleg tjáning hennar.
Það-er einmitt í þessum kafla sem Símon sýnir hvað mestan
frumleika í skoðunum, t.d. gagnvart Benedetto Croce. Ólíkt Croce og
flestum fagurfræðingum fyrri hluta 20. aldar sem sögðu að náttúran
væri stór, þögul og heimsk, setur Símon náttúrufegurð ekki skör
lægra heldur en listfegurð. Hann setur þær þess í stað saman á stall,
reiðubúnar að þiggja merkingu sína frá njótandanum. Má kannski
leiða að því líkur að þessi munur sé tilkominn vegna þess að virðing
- jal'nvel lotning - íslendinga fyrir náttúrunni hafi enst lengur fram
eftir öldinni, og þá kannski sérstaklega í kringum lýðveldisslofnunina,
heldur en hún entist í borgarmenningu meginlandsins.
ffl
List og tækni
í fjórða kafla segist Símon ætla að ræða þá „afturgöngu“ í heimi
fagurfræðinnar að list sé fólgin í tækni. Hann kallar þá hugmynd
„afturgöngu" þar sem það sé löngu ljóst að hún standist ekki nánari
skoðun. List sé eitthvað annað og meira en tækni og kunnátta.
Virðist þessi afturganga reyndar vera með eindæmum lífseig, því ég
veit ekki betur en hún sé við jafn góða heilsu nú undir lok 20. aldar
og hún var um miðbik hennar.