Hugur - 01.01.1996, Qupperneq 39
Orðrœðan um frelsið
37
annarra, einkum og sér í lagi afskiptum stjómvalda.5 Eins og síðar
kemur í ljós tel ég að frelsiskenning Mills sé mun bitastæðari en
flestar kenningar nú á dögum um neikvætt frelsi, en óneitanlega er
hún ein af meginuppsprettum þeirra. Ég geri ráð fyrir að menn kannist
við meginatriði þessara kenninga og sný mér því án frekari útskýringa
að helstu annmörkum þeirra.
í fyrsta lagi hneigjast fijálshyggjumenn til að gefa einum tilteknum
réttindum forgang sem undirstöðu alls frelsis, nefnilega eignar-
réttinum.6 Ein ástæðan fyrir þessari áherslu frjálshyggjunnar á
eignarréttinn er vafalaust sú trú að efnahagslífið sé undirstaðan í
mannlegu samfélagi og því sé frelsi einstaklingsins undan afskiptum
annarra á efnahagssviðinu þýðingarmest. Tengslin á milli efnahags-
frelsis og mannréttinda eru vitanlega mikilvæg þegar horft er til
sögunnar, en deila má um það hvort einkaframtak og markaðshyggja á
öllum sviðum samfélagsins sé vænlegt til að skapa skilyrði
fijálslynds samfélags eins og sumar útgáfur af nútíma frjálshyggju
virðast gera ráð fyrir. Þvert á móti liggja rök að því að sé eignar-
réttinum gefmn algjör forgangur grafi það undan öðruin félagslegum
og siðferðilegum þáttum sem viðhalda frelsishefðum okkar. Markaðs-
væðing íjölgar einungis valkostum á afmörkuðum sviðum neyslu og
viðskipta, en hún eykur ekki áhrif almennings á umhverfi sitt og
menningu.
Þar með erum við komin að öðrum annmarka fijálshyggjunnar. Sú
gagnrýni snýr að því að frjálshyggjumenn vilji einkum varðveita
formleg réttindi einstaklinga en hafi tilhneigingu til að láta lönd og
5 „Því meira svigrúm sem ég hef ótruflaður, því meira er frelsi mitt“,
segir Berlin um neikvætt frelsi, Heimspeki á tuttugustu öld, s. 158.
6 Þetta er hvað ljósast hjá John Locke, Ritgerð um ríkisvald [The
Second Treatise on Government, London 1698], þýð. Atli Harðarson,
Hið íslenzka bókmenntafélag 1986. Á síðustu áratugum hafa ný-
frjálshyggjumenn á borð við Robert Nozick og Milton Friedmann
haldið uppi öfgakenndum vömum fyrir séreignarréttinn á kostnað allra
félagslegra markmiða. Gagnrýni á hana má t.d. lesa hjá Þorsteini
Gylfasyni, „Hvað er réttlæti“, Skírnir (1984), einkum þann kafla rit-
gerðarinnar sem hann nefnir „Sérhyggjusöng“. Svo sem sjá má af
ritum hófsamra fijálshyggjumanna eins og Johns Stuarts Mills er slík
ofuráhersla á séreignarréttinn engan veginn inntak allrar frjálshyggju.
Mill tekur það raunar sérstaklega fram að frelsisreglan sé „óskyld
verzlunarfrelsiskenningunni“ (170).