Hugur - 01.01.1996, Síða 112
110
Ritdómar
skáldlegum töktum út í gegn og það er mesta furða hversu vel það krydd
dugir á þurra kennslubók hans.
Hér hefur ýmislegt verið týnt til, sem telja verður til veikleika á Veröld
Soffíu, eftir stendur sú staðreynd óútskýrð að bókin er metsölubók út um
allar jarðir og velgengni hennar er hreint ótrúleg. Hver er skýringin?
Það liggur beint við að leita skýringa utan bókarinnar sjálfrar, vísa
einfaldlega í tíðarandann. Þetta virðist vera skýring höfundar, a.m.k. er
engin ástæða til að efast um einlæga undrun hans á viðtökunum: „Ég held
að heimspekin hafi meðbyr núna ... Þegar ég skrifaði Veröld Soffíu var ég
aðeins sannfærður um eitt: Að hún yrði ekki metsölubók. Ég skrifaði hana
handa fáum en núna er búið að þýða hana á 38 tungumál og salan er
ótrúleg... Það er mér ráðgáta hvernig þetta hefur gerst.“^ Almennar og
sívaxandi vinsældir heimspekinnar styðja þessa skýringu. Lengi vel átti
hverskyns „ffla“ undir högg að sækja, sem betur fer hefur orðið þar
breyting á og virðist einu gilda hvert litið er.9
Skýringa má einnig leita í verkinu sjálfu. Gaarder skrifar lipran texta og
mál hans er uppfullt af snjöllum dæmum og líkingum sem tengja
viðfangsefnið við hversdagsleikann. Hann notar t.d. samlíkingu við
legókubba til að útskýra frumeindakenningu Demókrítosar. Tína mætti til
mörg dæmi sem sýna „pedagógískan" bakgrunn hans; hann hefur næmi
kennarans og innsæi. Hann tengir umfjöllun sína við reynslu lesandans:
„Hefur þér dottið í hug að það er hægt að líkja sögu Evrópu við
^ Morgunblaðsviðtal Gunnars Hersveins.
^ í haust sem leið sá ég t.d. viðtal í norska Dagblaðinu (Dagbladet,
20.11.95) við Femando Savater en tvær heimspekilegar skáldsögur
hans em metsölubækur á Spáni. Hann segir m.a.: „Báde Gaarder og jeg
har truffet tidas store interesse for filosofiske problemstillinger,
samtidig som vi har lagt det filosofiske begrepsapparatet pá hylla. Vi
snakker direkte til leseme om essensielle temaer som liv, kjærlighet
og dpd, uten á bruke en akademisk tilnærming". Kollegi minn í
Argentínu, Walter Kohan, segir janúarhefti franska tímaritsins
Magazine Litteraire tileinkað heimspeki, í bréfi segir hann: „It is
devoted to “Philosophy. The new Passion”. There are many facts
showing a certain new popularity of philosophy. Among them is
Sophie's World that has sold 700.000 books in France." Lesendum
þessa tímarits er vafalaust fullkunnugt um vaxandi vinsældir
heimspekinnar. Því miður hefur þessi þróun engin sýnileg áhrif á þá
sem sinna námskrárgerð fyrir grunn- og framhaldsskóla. Utan
Fósturskólans og Háskólans á Akureyri í einhverjum mæli virðist
ráðgátu- og samræðuaðferð heimspekinnar ekki höfða til kennara
kennaranna þótt nemendur falli fyrir henni.