Hugur - 01.01.1996, Blaðsíða 17
Af tvennu illu
15
okkur nú allur munur á því og hinni upphaflegu sögu um Þórð á
stofu sex þar sem honum var slátrað fyrst. Rosenberg viðurkennir að
vísu fúslega að þama sé gloppa í reglunni en bætir við að í hana megi
staga í slíkum undantekningartilfellum með útreikningi á kostnaði og
nytjum.12 Það þýðir hins vegar lítið að hengja hatt sinn á þessa reglu
sem slíka ef við getum ekki nýtt hana nema með því að leita á vit
nytjalögmála til að skera úr um hvenær reglan stenst eða bregst og til
að koma í stað hennar í síðara tilvikinu. Er þá ekki eins gott að ráðast
undir áraburð nytjastefnunnar strax í upphafi?
Þriðji kosturinn er sá sem Philippa Foot ber fram í stað reglunnar
um tvenns konar afleiðingar. Hann veltur á að skipta skyldum okkar
við annað fólk í tvo meginflokka: kalla aðrar (með orðalagi Þorsteins
Gylfasonar) taumhaldsskyldur og hinar verknaðarskyldur:
Taumhaldsskyldur kveða á um að við gerum ekki öðrum mein,
meiðum þá ekki né deyðum. Verknaðarskyldur eru hins vegar skyldur
okkar til verka, til að koma öðrum til hjálpar í neyð, svo sem að hð-
sinna manni sem fengið hefur aðsvif á götu eða bjarga bami sem
dottið hefur í Tjömina.13
Þar sem þessar tvær skyldugerðir stangast á skulu svo taumhalds-
skyldumar ráða; ella ber, að öðru jöfnu, að þjóna hagsmunum sem
flestra. í dæmisögu 1 rákust þannig á tvær verknaðarskyldur og
læknirinn ákvað skiljanlega að sinna ftmm sjúklingum fremur en
einum; í dæmisögu 2 rakst hins vegar taumhaldsskyldan gagnvart
Þórði á við verknaðarskylduna gagnvart fimmmenningunum og þar
varð sú síðarnefnda að víkja. í sögu 3 mætti gera ráð fyrir að tvær
verknaðarskyldur rækjust á14 og við ættum því að grípa í handfangið
en að í 4 skyldi taumhaldsskyldan gagnvart fituhlunknum verða
yfirsterkari verknaðarskyldunni gagnvart verkamönnunum fimm. Þetta
hljómar býsna sannfærandi, að minnsta kosti snöggtum betur en
12 Sama rit, bls. 101.
1 3
Þorsteinn Gylfason, „Lfknardráp", Morgunblaðið, 13. maí 1979, bls.
36.
14 Foot talar þar að vísu um að tvær taumhaldsskyldur rekist á („The
Problem of Abortion... “, bls. 27), en það kann að stafa af því að í
hennar afbrigði af sögunni er söguhetjan inni í stjómlausa vagninum,
þ.e. vagnstjórinn sjálfur, og getur fært vagninn á milli teina þó að hún
geti ekki stöðvað hann.