Hugur - 01.01.1997, Blaðsíða 8
Kants er svo viðbragð Vilhjálms Ámasonar við erindi Halldórs, en þó
má segja að þeir Vilhjálmur og Halldór séu nokkuð sammála í túlkun
sinni á viðfangsefninu. Af þessu má sjá að Hugur hefur ákveðið þema,
þó svo að það hafi í raun mótast eftir því efni, sem barst. Fimmti
fyrirlesturinn er svo fyrirlestur Jóhanns Björnssonar, „Að girnast
konu,“ sem fjallar um sjónarhorn tilvistarspekinnar á löngun manna til
kvenna.
Þær greinar, sem í heftinu er að finna, em svo af öðrum toga.
Sannleikur og suttungamjöður eftir Stefán Snævarr fjallar um tungu-
málið og tengsl skáldheima og raunheima, og einkum þá spurningu
hvort þessir heimar séu hvor öðrum nauðsynlegir eða ekki. Descartes
fyrir byrjendur er svo stuttur inngangur að heimspeki Renés Descartes
eftir Sir Anthony Kenny í prýðilegri þýðingu Gunnars Ragnarssonar.
Útgáfa Hugar hefur tafist allmikið og liggja þar ýmsar ástæður að
baki. Þær ætla ég ekki að tíunda hér. Þetta hefur reynst langvinnt verk,
en ég vona að útkoman sé sem flestum að skapi. Ég þakka öllum, sem
komið hafa að útgáfu þessa heftis með einum eða öðrum hætti, en ég
vil þó þakka sérstaklega Magnúsi Stephensen, Geir Sigurðssyni, Bimi
Þorsteinssyni, Mikael M. Karlssyni, Vilhjálmi Árnasyni og Jörundi
Guðmundssyni fyrir aðstoð og ábendingar. Höfundum og þýðendum
efnis þakka ég einnig fyrir vinnu sína, viðbragðsflýti og biðlund
meðan á vinnslu þessa heftis stóð; þeir eiga e.t.v. mestar þakkir
skildar, þar sem ekkert væri heftið, hefðu þeir ekki lagt fram vinnu
sína. Félagsmönnum þakka ég biðlund á töfum í útgáfu og óska les-
endum ánægjulegs lestrar.
Hrannar Már Sigurðsson